Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1925, Page 32

Ægir - 01.01.1925, Page 32
24 ÆGIR talinn nær 1,7 mlij. kr. virði. Um kútt- arana er óvíst. 4 marsvinahlaup komu og 1047 hvalir veiddust. Stórhvelaveiðar voru reknar frá einni stöð og 183 hvalir veiddust. (Úr Fiskeri Beretning for 1923). Frá Horni til Eyjafjarðar (Akureyrar) 1907. Var hœgur við Horn, cn fór hvessandi á norðvestan. Glæðist kaldinn Horni hjá, hvítnar aldan prúða; yfir Mjaldurs mjúka lá mjakar tjaldi súða. Að siglukrúnu keyrist voð, kólgu-hrúnast jörðin, áls á túni öslar gnoð yfir Húnafjörðinn. Geyst nú skeiðar gammurinn; guma eyðir baga að eftir freyðir aldan stinn, alla leið að Skaga. Hlés að vanga »Hliðin« sést, hátt þó gangi sjórinn; fram hjá Drangey flýtnr bezf, fagur ranga jórinn. Fram hjá Barði hoppar hátt —. Hnýsujarðar linni; sést nú skarða’ i suðurátt Siglufjarðar mynni. Lækkar sól við sila jörð. — Sævar-góli vanur fyrir Ólafs- úfinn -fjörð öldu- rólar -svanur. Fjörður Eyja opnast fer, inn hjá beygist »Múla«; hvít, með reiging hreykir sér hægra megin »Súla«. Beint við fleyi blasir hér bœrinn meigin-friður; og upp á vegi eftir mér unga meyjan bíður. Gamli. Af hákarlaveiðum. Bárur rísa, vöknar voð vitt á hnýsu grunnum; fljótt að Hrísey flýtur gnoð, full af lýsistunnum. Höf. ókunnar. Sjóraerki. GrJtnni ljósbauju hefir verið lagt út við flakið af »Inger Benedicte«, sem sökk á innsiglingarleiðinni inn á Reykjavíkurhöfn. Skip, sem sigla inn á höfnina í hvitu ljósi frá Reykjavikurvitanum, skulu hafa þessa bauju, sem sýnir grænan blossa á 4 sek. bili, á stjórnborða, og gæla þess að beygja ekki fyr en þau eru komin það langt inn fyrir baujuna, að þau hafi hafnarmynnið þvert fyrir. Reykjavík 14. janúar 1925. F. h. vitamálastjórans. B. Jónsson. Hafnarstjóri hefir gert þær ráðstafanir, sem auðið er, svo skipsflakið verði ekki að grandi og eru menn ámintir að fara eftir þvf, sem auglýsingin, sem er í Lög- birtingablaðinu, bendir á. Ritstjóri Sveinbjörn Egilson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.