Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 21. arg. Reykjavík — Mars 1928. Nr. 3. „Jón forseti" strandar. Eitt af hinum hörmulegustu sjóslysum hjer. Kl. 1 aðfaranótt mánudags 27. febrúar, eoa þar um jjjj^ strandaði togarinn „Jón f°rseti" á Stafnesi. Er það rétt hjá Staf- nesvita. Er þar að allra sögn einhver Wnn versti og hættule^asti staður hér á 'andi, fyrir skip, sem stranda. Rifið er langt frá landi og er þar sifelt brim þótt sJ°r sje hægur annarsstaðar. En að þessu Slnni var brim mikið. Skipið var að koma vestan úr Jökul- djúpi 0g ætlaði suður á Selvogsgrunn. Brimið fór vaxandi með flóðinu, og gengu brotsjóir yfir skipið hver á fætur °ðruni. Reis skipið nokkuð að framan, og 'eituðu hásetar sér skjóls frammi undir "hvalbak". Skipið sendi út neyðarskeyti °g varð fyrsta skipið á vettvang „Tryggvi gamli". Kom það þangað kl. 6 um morg- uninn. Var þá niðamyrkur, svo dimt að "Tl'yggvi gamli" sá skipið alls ekki, fyr en fór að birta, eða um klukkan 7%. Komu nú þarna smám saman fleiri skip, togarinn „Ver" og „Hafstein", en gátu enga björg veitt mönnum um borð í „Jóni forseta". Litlu seinna kom björg- unarskipið „Þór" einnig á vettvang og 2 bátar frá Sandgerði, mannaðir mönnum, sem eru gjörkunnugir á þessum slóðum. Allan daginn, fram í myrkur var björg- unartilraunum haldið áfram af mesta hetjudug og dugnaði. En brotsjóirnir slitu sjómennina af skipinu, einn á fætur öðr- um, án þess við yrði ráðið. Þegar fram á daginn kom sáu skipin, sem þarna voru, að þau fengu ekkert að gert og týndust burtu smám saman. — Eitt hið seinasta, er fór af vettvangi, var „Tryggvi gamli". Kom hann hingað um kvöldið klukkan 10 og flutti hingað lík 5 manna, af skips- höfn „Jóns forseta", sem höfðu fundist á reki framundan skerinu, sem hann strand- aði á.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.