Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 9
ÆGIR 55 er í þess valdi stóð til þess að hjúkra þeim sem best. Ekki bera þeir skipstjórarnir verra orð þeim, sem unnu á sjónum að björgun- inni. Voru þeir allir boðnir og búnir til þess að hætta lífi sínu fyrir skipverja. Munu á bátunum hafa verið alt að 20 manns, og lögðu þeir allir lif sitt ber- sýnilega í hættu við björgunina. Fundin eru lík 10 manna sem fórust. Mennirnir, sem björguðust. Nöfn þeirra manna er björguðust voru þessi: Bjarni Brandsson, bátsmaður, Selbrekk- nm, Magnús Jónsson, Hverfisgötu 96, Pét- Ur Pétursson, Laugaveg 76, Sigurður Rjarnason, Selbrekkum, Kristinn Guð- jónsson, Selbrekkum, Steingrímur Einars- son, Framnesveg 61, Gunnlaugur Jónsson, Króki, Kjalarnesi, Steinþór Bjarnason, Ólafsvík, Frímann Helgason, Vík í Mýr- ‘Ml, Ólafur I. Árnason, Bergþórugötu 16. >,Jón Forseti“ var smíðaður árið !906. Hann var minstur af íslensku togurunum, 233 „brúttó“ smálestir, eign Alliance. Sldpstjóri var Guðmundur Guðjónsson en hann var ekki með skipið 1 þessari ferð, né í hinni næstu þar á Undan, því að hann hefir legið rúmfast- 1,1 um hríð. Stýrimaðurinn, Magnús Jó- hannsson, var skipstjóri báðar þessar ferðir. Hér birtast myndir af öllum mönnun- Um> sem drukknuðu. Magnús Jóhannsson, skipstjóri, fæddur "• júní 1894. Átti heima á Bjargarstíg 6. Kona bans heitir Kristín Hafliðadóttir og attu þau 5 börn á aldrinum 2—10 ára. Guðmundur Knútur Guðjónsson, 1. stýiimaður, til heimilis á Lindargötu 20. Hann var fæddur 22. júlí 1891. Hann var kræntur maður og heitir ekkja hans Pálína Vigfúsdóttir. Á framfæri þeirra er eitt fósturbarn og aldurhnigin móðir hans. Skúli Einarsson, 1. vélstjóri. — Hann var fæddur 14. febrúar 1881 að Mykju- nesi í Holtum. Fluttist hann hingað til Reykjavíkur árið 1914, og átti nú heima að Efri-Selbrekkum. Hann lætur eftir sig konu, Ingibjörgu Stefánsdóttur og 8 börn; tvö af þeim eru komin yfir fermingar- aldur. Ólafur Jóhannsson, 2. vélstjóri fæddur 27. nóvember 1888 á Hrófá í Strandasýslu. Var fyrstu 5 árin hjá móðurafa sínum, Páli Ingimundarsyni i Mýratungu, föður Gests sál. Pálssonar; er móðir Ólafs enn á lífi hér í Reykjavík, 78 ára gömul. Hann kvæntist 25. júní 1921 eftirlifandi konu sinni, Valgerði Guðnadóttur, Símon- arsonar í'rá Breiðholti. Eiga þau tvo sonu á lífi, báða unga og óuppkomna. Ingvi Björgvin Björnsson loftskeyta- inaður, fæddur 14. febrúar 1905 að Hvíta- nesi i Skilmannahreppi. Fluttist hingað til Reykjavíkur árið 1914 og átti nú heima á Bakkastíg 5, hjá foreldrum sín- um, Birni Jóhannssyni og Þórunni Guð- björgu G,uðmundsdóttur. Stefán Einarsson, matsveinn, fæddur 20. mars 1880. Hann átti heima á Kára- stíg 6, og var kvæntur Ólínu Hróbjarts- dóttur. Áttu þau 9 börn og eru átta þeirra á lífi en hið níunda, Árni Kr. Stefánsson fórst með föður sínum. Hann var aðstoðarmatsveinn á skipinu, fæddur 10. júlí 1911. Sigurður Sigurðsson, háseti, Framnes- veg 2, fæddur í Reykjavík 3 október 1900. Faðir hans, Sigurður Oddgeirsson drukn- aði árið sem hann fæddist, en móðir hans er Málfríður Jóhannesdóttir. Sigurður var einhleypur maður og átti heima hjá móður sinni og stjúpa. Jóhann Jóhannsson, háseti, Hverfisgötu 60 a. Hann var fæddur 1. apríl 1887 að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.