Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 13
ÆGIR 59 vestan. Ingiraundarklakkur er beint inn af Faxaskeri, sést ekki á kortum, dýpi nál. 10 fm., brýtur víst eki nema í aftökum því grunnið er mjög lítið og liggur í vari af Heimaeyju. Sandagrunn er á öllum kortum, þótt dýpi sé markað saráa og t. d. á Bessa þá fellur þó mikið fyr á þvi. A kortinu frá 1910 er á smágrunni sem bggur á milli Einidrangs og Þrídranga, dýpi 15 metrar en á enska kortinu frá 1923 aðeins 4 faðinar og mun það síðara réttara, þvi fljótt brýtur þarna. Kargi heitir skerjaklasi sá, sem liggur til norð- vesturs af Þrídröngum, hann er mjög hættulegur því skerin liggja um sjávar- mál. í stefnu á Dalfjall inn af Þjófanefi eru grynningar og einnig suður af suð- austur horni Brandsins. Farmenn ættu að forðast í miklu brimi að fara vestan við Hellisey og ekki milli Helliseyjar og Geldungs, því auk grynn- inga, er sjór mjög úfinn á þessum stöðv- um, vegna strauma. Eg hefi ekki minnst á aðrar grynning- ar, en upp að 12 fm. því ég býst ekki við að bátar séu á sjó, ef brýtur á meira dýpi, og mun ökluhæð þá alt að 40 ft. Annars er mjög erfitt að mæla ölduhæð og því mjög skiftar skoðanir um hve háar öldur geta orðið, ég hefi lesið um <30 til 90 feta háar öldur, og nú fyrir stuttu í víðlesnu dönsku blaði um, að öldur muni naumast geta orðið hærri en 45 til 50 fet. Það væri óskandi og mjög nauðsynlegt að lagaðar væru mestu skekkjurnar, sem held fram að séu á sjókortunum, hér 1 kring um Vestmannaeyjar, því þær eru ^kki aðeins hættulegar fyrir báta héðan 111 Eyjum, heldur einnig fyrir stærri og smærri skip, sem ]eið eiga hér um. Að lokum bið ég þá, sem betur vita, að leiðrétta, ef rangt væri með eitthvað farið, sem máli skiftir, i frámanrituð- um línum. Þorst. Júnsson. Herra Þorsteinn Jónsson í Laufási i Vestmannaeyjum, hefur ritað skýringar jiessar á siglingaleiðum kringum Eyjarnar og á skilið þakkir allra fyrir. Mun hann vera sá fyrsti, sem rennur á vaðið með nákvæmar bendingar um galla sjókorta og gefur um leið þær leiðbeiuingar, sem í bráð geta úr þeim bætt og það er hin rétta aðferð. { þessu sambandi má minnast á grein, sem „Ægi“ barst frá ísafirði 28. sept. s. 1. um strandmælingar við Island. Sú grein, þótt réttmæt sé, er þannig orðuð, að hún verður þvi inikla máli, litill stuðning- ur. Skipstjórar strandferðaskipa lands- ins munu allir safna gögnum og allir at- hugulir fiskimenn, ættu að hafa sömu að- ferð og Þorsteinn Jónsson i Laufási, að gagnrýna sjókort okkar og um leið gefa stéttarbræðrum sínum réttar bendingar til bráðabirgða. Greinarhöfundur bendir á, að sem fyrst verði mælt upp svæðið frá Hornbjargi að Norðfirði, sökum þess, að skip, sem á því svæði eru að veiðuin, geta ekki komið undir land eða tekið firð- ina vegna þess, nð i kortinu er engin stranmæling til. Þetta er máske heldur mikið sagt, því sjálft sjókortið segir ann- að, en partakort og nákvæmari mælingar á þessu og fleiri svæðuin með ströndum fram, er bráðnauðsynlegt atriði og ætti að koinast í framkvæmd hið fyrsta. Eitt af mörgu lil að l'lýta fyrir fram- kvæmdum er, að birta galla kortanna þannig, að um leið og á þá er bent, komi upplýsingar um hið rétta og enginn er færari um að skýra rétt mið með rétt- um örnefnum, en íslenskir fiskimenn hver á sínum stað. Slíkar bendingar gætu flýtt fyrir uppmælingastarfinu að mun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.