Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 14
60 ÆGIR Flestir kannast við, að tími muni kominn til að athuga 30—40 ára gamlar dýptarmælingar. Þá mundu ýmsir gallar koma í ljós, sem menn þegar eru farnir að reka sig á, og vart að furða eftir svo langan tíma. Á þeim árum hefur fiski- skipum fjölgað mjög, sem stunda nú veiðar á þeim stöðum, sem enguin datt í hug, fyrir hálfri öld, að yrðu almennar siglingaleiðir og fiskislóðir landsmanna, og því ef til vill þótt óþarfi að mæla upp. Reykjavík 17. mars 1928. Svbj. Egilson. Spönsk fiskverkun. I bréfi frá ræðismanni Fabregas i Vigo, eru frekar skýrðar ýmsar fyrirspurnir, sem danska sendisveitin í Madrid lagði fyrir hann í hréfi dags 17 desember f. ár um verkun Spánverja á saltfislci. Birtist hér skýrsla sendisveitarinnar til Stjórnarráðs íslands. Pesquerias ij secaderos de bacalao de Espana: Eftir heimildum þeim, sem ræðismað- urinn hefur, er verkun á fiski i Pacajes, injög ábótavant. Eins og hann áður hefur skýrt frá, fer þurkun fram í þurkhúsum og þótt hún sé framkvæmd undir umsjón frakkneskra og norskra manna, sem eru fiskverkun vanir, þá misheppnast hún. Fiskurinn verður dökkur og heldur sér ekki og verður lítt útgengileg vara, þar sem viðskiftamenn vilja að fiskur sé hvít- ur og hreinn. Er svo sagt, að maður sá, sem bauð þennan fisk fram í Galiciu, í fyrsta sinni og hafði með sér sýnishorn, hafi ekki getað selt einn einasta fisk- pakka, jafnvel þótt verðið væri gott. Gali- cíumenn kaupa aðeins fyrsta flokks sól- þurkaðan fisk. Verslunarfélag í SeviJla (líklega Esmer- aldo Dominguez) ætlar að stofna hlutafé- lag, sem heita á „Pesq.uerias Gallegas“ (Palmeira). Er ætlun þess að relca fisk- veiðar og verkun á fiski. Félagið á 5—6 togara og hefur þegar flutt fjóra fisk- farma frá Newfoundlaiuli. Skipin hafa aflað 200, 300, 250 og 100 smálestir og af þeim afla hafa verið verkaðar og þurk- aðar 75, 50, 30 og 20 smálestir. Afgang- ur hefur verið sendur í ís til Andalusíu og seldur þar sem nýr fiskur. Þessi slæma útkoma verður, þrátt fyrir það, að félag þetta á víðáttumikið fisk- þurkunarsvæði og fyrir verkun allri standa þaulvanir norskir fiskverkunar- menn. Nokkuð af fiskinum varð á skömm- um tíma meyr og datt í sundur og sumt varð að grafa í jörð, sem ónýtt, er það tók að úldna. Frá utanrikisráðuneytinu í Kaupmanna- höfn er stjórnarráðinu skrifað 26. janúar 1928: Samkvæmt bréfi dags. 26. júlí s. I. um Iæklcun úr 15 í 5 Zloty pr. 100 kg. á hin- uni pólska innflutningstolli á saltaðri síld, er sé svo stór, að eigi fari fleiri en 60 sildir i hver 10 kiló, tilkynnir utanríkis- ráðuneytið hér með, að samkvæmt skýrslu sendisveitarinnar í Warschau, verður áð- ur greind tolllækkun látin standa við sama, þangað til síðasta júní þ. á. þótt ákveðið væri áður, að hún gengi úr gildi 31. des. 1927. Veiðar Canadamanna í desember 1927. Alls varð aflinn i . þessum mánuði 71.653.800 pund, virt á 1.132.437 dollara, inóts við 54.836.700 pund, virt á 933.278

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.