Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 15
ÆGIR 61 dollara í desember í fyrra. Afli af þorski og ýsu hefur aukist að mun, en sérstak- lega hefur sildveiði aukist við Kyrrahafs- strendur. Atlantshafsströndin. Aflinn af Þorski, ýsu, kolniúla og lýr, varð alls 11.178.500 pund, móts við 9.775.900 pund í desember 1926. Sardínuveiði varð meiri en i sama mán- Uði í fyrra. Kyrrahafsströndin. Síldveiðin hefur aukist og í desember fengust 51.190.800 pund, móts við 36.852.700 pund i desember 1926. Mikið af aflanum var saltað til útflutnings til Asíu. Laxveiðin var minni í þessum mán- uði, en í desember i fyrra, þar sem aðeins fengust 725.700 pund, móts við 1.386.500 pund í desember 1926. I þessum mánuði drukknuðu þrir fiski- uienn við Atlantshafsströndina. Skýrsla frá mótornámskeiðinn á Seyðisfirði 1927-1928. Samkvæmt beiðni erindreka Fiskifé- bigsins i Austfirðingafjórðungi tók jeg að uier að halda námskeið í mótorvélafræði uú í vetur. — Námskeiðið byrjaði 5. des- ember 1927 og lauk því 8. febrúar 1928. f byrjun voru nemendurnir 12 en eftir uámskeiðið hafði staðið í tvær vikur ‘^ti' tveir af nemendum vegna lasleika. nmnniegrj vélfræði var kend kenslu- ,ók f’órðar Runólfssonar, í verklegri vél- fræði var fyrst notuð 25 ha. 1 cyl. Deuts vél (háþristivél), sem Hermann Þorsteins- son lánaði, var vél þessi sett upp í véla- smiðju Jóhanns Hannssonar og aðstoð- aði Jóhann Hansson það sem þurfti við það. Voru allir nemendur æfðir við hana sem þurfti. Gangsetningu o. þ. h. Ennfremur var vélin í m.s. „Faxi“ tekin sundur og hreinsuð (60 ha. Vesta vél) var jafnframt bent á slit á vélinni, orsakir þess og afleiðingar. Síðan var notaður 8 ha. Heinmótor, sem A. Hjemgaard kaupm. hér lánaði. Var vélin sett upp í geymsluhúsi Hjemgaards. Voru gerðar á þeirri vél ýmsar truflanir. Svo voru og notaðar aðrar vélar, svo sem 8 ha. Rap- vél, 3ja-ha. Gideon (tvígengisvél). Var sú vél allmikið notuð til skýringar. Ein 11 ha. Alpha-vél var sýnd og útskýrð. í eðl- isfræði var stuðst við Fysik for Mellem- skolen, eftir Sundorph. í íslensku voru nemendur æfðir eins og kostur var á einkum í stílagerð. í reikn- ingi var stuðst við reikningsbók Ól. Dan. Munnleg kensla fór fram í Barnaskólan- um frá kl. 4—7 síðdegis á degi hverjum. Yfirleitt var leitast við að gera nemend- um ýms góð ráð og leiðbeiningar og kent að skafa leg, silfur og tinkveikja o. fl. Héraðslæknirinn hélt eftir beiðni erind- rekans fyrirlestra tvö kvöld um hjálp í viðlögum, sérstaklega sýndi hann nemend- um aðferðir til að lífga menn er fara í sjó, binda um beinbrot og sár o. fl. Prófdómendur voru þeir Jentof Krist- jansen, Seyðisfirði og Engelhart Svensen vélasmiður á Norðfirði. Seyðisfirði 11. febr. 1928. Þórhallur Vilhjálmsson,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.