Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 28
74 ÆGIR Einnr Gislason frá Torfastöðum í Grafningi, 17 ára. Ólnfur B. ,/. Ólafsson, frá Kiðafelli í Kjós, 24 ára, ókvæntur. Si(/urður Guðmundsson, mun hafa ver- ið frá Eyjarhólum í Mýrdal, 23 ára og ókvæntur. Menn halda, að slysið hafi borið að með þeim hælti, að báturinn hafi fest sig í dufli, en annars verður ekkert um það sagt með vissu. Auk bátsins af innströnd- inni sáu tveir hátar úr Keflavík bátinn, en gátu ekkert aðgætt frekara vegna þess, hve bylurinn var dimmur og vont í sjóinn. Portlandsvitinn nýi. Vitarnir hafa fram að þessu verið eitt af þeim meðölum, sem almennast hafa verið notuð til leiðbeiningar sjófarend- um i náttmyrkri við strendurnar. Hér á landi voru vitar óþektir fram að árinu 1878, að l'yrsti vitinn á landinu, Reykja- nesvitinn var bygður. Síðan hefur vit- unum smáfjölgað, einkum siðustu árin. Það er þó fyrst á árinu sem leið að fyrsti landtökuvitinn var reistur, þar sem hinn nýi Portlandsviti er .Aðrir vitar hér á hmdi geta tæplega kallast landtökuvitar. Alt efni og verkamenn til vitabygging- arinnar var flutt úr Reykjavík með vita- hátnum ,,Hermóður“ í hyrjun maímán- aðar austur að Portlandi og þá byrjað vitabyggingunni. Varð fyrst að byrja á því að leggja veg frá sjónum yfir sand- inn sein er milli sjáfar og hæðarinnar sem vi tabyggingin stendur á. Er þar hratt mjög, sem sandurinn endar. Var því gjörð lyfla, sem öllu byggingarefni var lyt't með upp á hæðina, er vitinn stendur á. Vitaturninn með íbúð vitavarð- ar er úr steinsteypu. Ofan á honum er svo ljóskerið. Er það úr potti neðst, en sperrur og þak úr kopar. Sjálf ljósa- krónan, sem er 1 metri að þvermáli, er í 6 pörtum. Hæð hennar er 1% metrar og kostaði hún um 32 þúsund krónur. Gas- þrýsting knýr Ijósakrónuna einn snún- ing á mínútu. Vitinn brennir gasi. Ljósmagn vitans er ca. 320.000 kerta Ijós. Gæti hann lýst 35 sjómílur lil hafs ef hann stæði nokkru hærra, en nú er ljósmál hans taldar 27 sjómílur. Vita- hyggingunni var lokið í október og var í fyrsta sinni kveikt á bonuin 14. okt. s. I. Uppkomin kostar vitinn um 1(50.000 kr. Til samanburðar má geta þess, að vit- inn á Jótlandsskaga, sem margir íslend- ingar kannast við og hal'a oft siglt fram hjá hefir ca. 350.000 kerta ljósmagn, og „Ryvingen" i Noregi, sem margir íslend- ingar kannast líka við hefir 190.000 kerta Ijósmagn. Hér á landi hafði Siglunesvit- inn mest ljósmagn áður en þessi nýi Port- landsviti kom. Hafði hann þó ekki nema 35.000 kerta ljósmagn. Reykjanesvitinn hefir ekki nema um 15.000 kerta Ijós- magn, eða ekki nema knapplega 1/21 — 1/21 part á við hinn nýja Portlandsvita. Af þessum samanhurði, er auðsætt, að vitabygginguna á Portlandi má telja með stórviðburðum ársins fyrir islenskar sigl- ingar og sjófarendur. Reykjavík 17. janúar 1928. ■lón E. Berffsveinsson. Ásigling. Enskur togari siglir á faereyska skútu. Laugard. 17./3. kl. 11 f.in. lá færeyska skútan „Katrine“ frá Þórshöfn á fisk úti fyrir Þorlákshöfn. ÖIl skipshöfnin var uppi nema skipstjórinn, sein var að vinnu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.