Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 29
ÆGIR 75 í lestinni. Veður var gott, stilt og bjart. Sá nú skipshöfnin, að togari kom og stefndi l)eint á skútuna. Hugðu Færey- ingarnir, að hann myndi vilja hafa tal af þeim. Kalla þeir nú á skipstjóra og kem- ur hann upp. En áður en nokkuð verður gert til að forða árekstri, rennir togarinn á skútuna framan við framsiglu og geng- ur á að giska fjögur fet inn í skrokkinn á henni. Skipshöfnin á skútunni komst upp á togarann, en tveim mínútum eftir að áreksturinn varð, sökk „Katarine“. Togarinn, sem er frá Grimsby" og heitir „Soranus“, var á heimleið og vildi flytja Færeyingana til Þórshafnar, en færeyski skipstjórinn kaus heldur, að hann og skipshöfn hans yrði flutt hingað til Reykjavíkur. Þegar áreksturinn varð, var að eins einn maður á stjórnpolli á enska togar- anum, bátsmaðurinn. „Katarine“ var 90 smálesta vélarskip; skipstjórinn átti hana sjálfur. Tuttugu og einn maður voru á skipinu. Fullyrðir skipshöfnin, að ef einhverjir hefðu verið undir þiljum, þá myndu þeir hafa farist. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1928 — 2. Við mælingar gerðar sumarið 1927 hefir verið fundin nákvæm lengd og breidd sjó- merkjanna nr. 51—54 á Meðallandssandi og Mýrdalssandi: Nr. 51,Máfabótarmerkið 2 ■1 — 52, Eldvatnsós(Með- allandssandi) — 53, Kúðaós n.br. 63°42'34" v.lgd. 17°45'37" n.br. 63°3l' 11" v.lgd. 17°59'07" n.br. 63°28'02" v.lgd. 18° 10'45” — 54, Alviðruhamrar Varða n.br. 63°26'07" v.lgd. 18° 25'32" Suðvesturgafl fjöruhússins milli Skaftáróss og Eldvatnsóss er: n.br. 63°38'57" v.lgd. 17°49'57" Reykjavík, 20. febrúar 1928. Vitamálastjórinn Th. Kvabhe. Reyksalt. Ný uppfynding, sem gjörbreytir liinni venjulegu reykingnruðferð. Eftir margar tilraunir hefur félagi einu í Ameríku „The Smoked Salt Company" loks tekist að finna upp aðferð, er gjör- breytir hinni venjulegu aðferð á reyk- ingu fisks og annara matvæla. Hin nýja aðferð er innifalin í því, að reykefnið er tekið úr sérstöku ylmandi tré og hlandað saman við hæfilegan hluta salts og þessu efni svo stráð yfir sem venjulegu salti, eða búinn til hæfilega sterkur lögur (pæ- kill), sem fiskurinn eða kjötið er látið í, og þannig reykt á nokkrum tímum án annarar fyrirhafnar. Þetta sparar því reykhús og annan útbúnað og margra daga vinnu sem eldri aðferðinni er sam- fara. Menn geta nú saltað og reykt lax og silung upp til sveita, eða lúðu, ísu, síld og aðrar fisktegundir úti á hafi, jafnóð- um og hann veiðist, er var ómögulegt að framkvæma áður. Hæfilegt reyksalt er áætlað • 10 kg. í 100 kg. at íiski af hvaða tegund sem er, en þó geta menn haft það meira eða minna eftir eigin geðþótta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.