Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.1928, Blaðsíða 30
76 ÆGIR Reykingarefnið er flutt i blikkdósnm, er innihalda 50 kg. netto. A öðrum stað hér i blaðinu er farið nokkrum orðum um þetta reykingarefni, sem virðist hafa mikla framtíð fyrir sór og er mjög umtalað í ýmsra þjóða blöðum. „The Smoked Salt Company“ hefur fal- ið ritstjóra Nordislc Havfiskeri-Tidsskrift aðalumboð fyrir Danmörku, og gefur hann allar ítarlegri upplýsingar viðvíkj- andi verði og öðru, er menn óska. Frakkneskur mótortogari. Smíðaður hjá Burmeister og Wain. Togarinn „Victoria" eign „Société Nou- velle des Pécheries a Vapeur" í Nantes á Frakklandi, fór reynsluferð sína 12. jan- úar s. 1. Togari þessi er 545. skipið, sem stöðin smíðar. Hann er smíðaður eftir reglum „Bureu Varitas", er 1. fl. 1. 1. A. & C. P. Aðalmál eru þessi í fetum: Lengd 208' — 8". Breidd 32' — 91/,". Dýpt 18' — 71/4". Ristir fullfermdur 17' — 2y4". Burðarmagn 1075 smál. Af fiski taka farmrúmin 32,500 ten- ingsfet. 8 skiljur skifta skipinu í 9 rúm. 300 smál. af eldsneytisolíu getur skipið flutt og nægja þær birgðir til að fara vegalengd, er nemur 25.000 sjómilur. Er sá forði í þar til gjörðum geymum og í botni skipsins, sem er tvöfaldur. Aðalmótorinn er 6 cyl. 450 X 850 mm. Burmeister og Wains fjórtaks „Trunlc- motor“, sem framleiðir 1000 hestöfl. Snúningsliraði 155—160 á min- útu. Menn þykjast vera komnir að raun um, að Dieselmótorar eru miklu heppilegri i togara, sem fara lengar veiðiferðir, en gufuvélin. Ávinningur er eink- um í því innifalinn, hve lengi mótorskipin geta haldið sjó, án þess að leita hafna til að end- urnýja eldsneyti. Á „Victoria“ er öllu svo hag- lega fyrirkomið og niðurraðað, að ekkert fari til spillis af því er aflast og svo gengið frá olíu- birgðum, að hvergi saki farm. Skipið er alt raflýst. íbúðir skipverja eru framúrskarandi góðar. Hraði þess er 11 sjómílur á klst., en í reynsluferðinni 12. jan. knúði vélin það 12 sjómílur. Þetta er lauslega tekið úr „Nordisk Havfislceri-Tidende“ 4. tbl. 1928 — og má þar lesa nákvæma lýsingu á skipinu, sem þeir gætu haft gagn af, sem fræðast vilja um frágang allan á mótortogur- um, sem virðast vera í þann veginn að ryðja sér til rúms. (21. mars 1928.)

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.