Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 10
30 ÆGIH ari rannsóknar um Hamborgar-mark- aðinn. Fyrirspurnum minum er aö nokkru leyti svaraö með brjefi danska ræðis- marinsins i Hamborg, dags. 6. október 1928 og þýöi jeg bér bréf ræðismanns- ins: „Sem bráðabirgöasvar við brjefi hins konunglega sendiráös frá 19. f. m. leyfi ég' mér að skýra yður frá: að ég liefi í gær rætt spurningar bréfs yðar við forstjóra firmans Tuxliorn & Co., sem gjarnan óskar sambands við ís- lensk firmu. Eftir ósk aðal-konsúlats- ins um að firmað vildi gera nánari grein fyrir óskum sínum liefir konsúl- atið i dag móttekið svohljóðandi bréf: „Eftir því sem okkur er kunnugt hef- ir beinlaus fiskur (fiskefilet) enn eigi verið innfluttur og mun orsökin sú, að vara þessi er nýlega komin á markað- inn i Þýskalandi. - Við göngum iit frá, að átt sé við beinlausan fisk úr nýjnm fiski, en elcki söltuðum. Við síðustu heimsóku okkar vöktum við athygli á því, að við hefðum mest- an álmga á beinlausum ufsa og það er örugt álit okkar að um geti verið að ræða talsvert vörumagn, sérstaklega ef islenskir fiskimenn sæju sér fært, í samræmi við upplýsingar frá okkur, að tilreiða ufsann á skipsfjöl. Ekki er nauðsvnlegt- að geyma fiskinn i kæli- rúmi, lieldur skal salta liann vel. Við erum fúsir til að láta í té upplýsingar um hvernig á að framleiða vöruna. Við biðjum yður að gjöra okkur greiða og láta okkur ljráðlega fá nöfn þeirra íslendinga er til mála geta komið og áliuga hafa á þessu sviði, svo við gætijm lialdið málefninu áfram svo fljótt sem auðið er“. Viðvíkjandi firma þessu hefir kon- súlatið fengið þær verslunarupplýsing- ar sem fylgja í hjálögðu afriti. Aðalkonsúlatið gengur út frá því, að íslendingar, sem áhuga liafa á þessu máli setji sig í beint samband við firm- að Tuxhorn & Co. Ýtarlegt svar um spurningar sendiráðsins verður sent síðar. Svar hefir dregist vegna fjarveru hins þjónandi varakonsúls og þessvegna er aðalkonsúllinn mjög bundinn við hin daglegu störf embættisins“. Bréf þessi sendast Fiskifélagi íslands ásamt öðrum skjölum um för mina, en til upplýsingar um firma það sem nefnt er í bréfinu fyrir þá, sem ekki eiga kost á að kynna sér skjöl þessi skal ég geta hér aðalatriðanna: ! félaginu eru þrír menn, sem allir eru taldir duglegir og' reglusamir menn. Félagið er stofnsett 1924, en varð fyrir miklu tjóni sökum vöruskemda 1926 og varð þá að semja við skuldunauta sína gegn 50% greiðslu. Efnaliagur fé- lagsins er nú talinn vera kominn í lag' aftur og lirein eign þess áætluð 20—30 þús. ríkismörk og' lánstraust fyrir smærri upphæðum álitið liættulaust. Félagið rekur fiskiniðursuðuverksmiðju þar sem mest er lagður niður lax og' silungur og vinna þar nú stöðugt um 25 manns og lxefir félagið góðan mark- að fvrir hina framleiddu vöru. Firmað hefir til þessa haft bækistöð sína í Altona, en hefir nú flutt skrif- stofur sinar til Hamborgar, St. Pauli Fischmarkt 14. Ivonsúlatið liefir ennfremur með bréfi til ísl. sendiráðsins í Kliöfn, dags. i Hamborg 30. okt. þ. á., sk>Tt frá munnlegu svari formannsins fyrir fé- laginu: „Verein der Fishhándler von Hamburg-Altona und Umgegend“ þann- ig (skriflegu svari lofað siðar, en er enn ókomið):

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.