Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 11
ÆGIR 31 „Fiskimarkaðurinn í Hamborg tekur á móti öllum fiskitegundum og er árleg umsetning ca. 10 milj. kg. Hvað mik- ið er umsett af liverri fiskitegund fyrir sig getur formaðurinn, lir. Baumann, ekki upplýst í fljótu bragði, en upp- lýsir að ýsa muni verða hæst að vöru- magni. Verð á ál er mjög hátt. Fiskifilet hefir ekki interesse fyrir Hamhorg, þar sem þar eru starfandi stór fyrirtæki sem vinna fiskifilet. Þýskir hotnvörpunar selja alment veiði sína í Englandi á tímabilinu jan- úar til mars. Orsökin til þessa, eftir skoðun hr. Baumanns er sú, að botn- vörpungarnir einkum á þessu tímahili ekki setja fiskinn í kassa á skipsfjöl, en setja fiskinn ópakkaðan i lestar- rúmið. Með þessari aðferð verður fisk- urinn svo kraminn og illa til reika, að ekki er unt að selja hann i verslunum hér, en er aftur á móti ágætlega fallinn til notkunar í hinum ensku fiski-steik • unarhúsum. Sem dæmi nefnir hr. Bau- niann, að af 160 fiskigufuskipum, sem lieima eiga i Altona, séu það eingöngu 1—2 sem daglega komi til Altona. Hin fari til Englands og' Hollands. Frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi er flutt inn mikið af fiski, sumpart með hifreiðum og sumpart með járnbraut- arlestum. Mest af fiski kemur frá Ilanmörku, en á síðari árum er frá Sví- Pjóð mikið unnið að auknum innflutn- iugi til Þýskalands. Hr. Baumann hrósaði mikið livernig danski fiskurinn er pakkaður og vakti ennfremur atliygli á því, að í Hamborg sé nær því óþrjótandi markaður fyrir heilagfiski, en þvi miður flytjist lítið uin af þeirri vöru. Þrátt fyrir bréf þessi tel ég efalaust að mikinn markað sé hægt að fá fyrir heinlausan fisk yfir Hamborg og styðst ég þar við upplýsingar sem ég fekk hjá hr. Carl Bæk í Gilleleje. — Hefir hann átt mikil viðskifti við Þýskaland í þess- ari grein sem formaður fisksölusam- lags sjálenskra fiskimanna og var einn þeirra sem tók þátt í sendiför Dana til Þýskalands í þessu skyni í síðastl. maí- mánuði, sem áður er getið. Eins og kunnugt er, er einnig tölu- verður markaður í Þýskalandi fyrir reyktan fislc og álít ég íslendingum vel fært að gera tilraunir með þann mark- að. Virðist lieppilegt að hagnýta t. d. karfa á þennan liátt. Er rétt að geta þess liér, að reykhús fyrir fisk eru svo að segja í hverri veiðistöð í Danmörku og' Noregi. Flytja Norðmenn nokkuð út af þeirri vöru, en í Danmörku er að mestu reykt til inn- anlandsmarkaðar. Við íslendingar höf- um áreiðanlega gott af því að fara að dæmi þessara tveggja þjóða í þessu efni, því það er verk sem svara myndi góðum árangri. Bæði er þegar nokkur innanlandsmarkaður fyrir reyktan fisk og' á sennilega fyrir sér að aukast, auk þess, sem sala til útlanda á að verða tregðulaus. Auk þess, sem hér hefir verið að nokkru gerð grein fyrir nýjum mörk- uðum, vil ég ekki láta hjá líða að benda á það, að mér virðist auðsætt að Is- lendingar gerðu einheittar tilraunir um sölu á ferskri síld í Þýskalandi og ná- lægum löndum. Auðvitað er fyrirfram ekkert hægt að segja um árangur, en líkur benda til, að það ætti að vera hægt. Það, sem ég á aðallega við með þessu er að fiskifloti Sunnlendinga, einkum smærri bátarnir, gætu stundað veiði þessa siðari hluta vorvertíðar og fram í júnilok eða lengur ef til vill, eins og lir. fiskifræðingur, Bjarni Sæ- mundsson, hefir hent á í skýrslum sín-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.