Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 21
ÆGIR 41 Væri afla þessum bætt við aflann í Álftafirði og Hnífsdal, auk þess seni Hnífsdalsbátarnir öfluðu á Steingríms- firði, mundu báðar þessar veiðistöðvar vera hærri með aflafeng en árið 1927, í stað þess, sem nú er talið 80 skpd. minna i Álftafirði og 413 skpd meira í Hnífsdal en téð ár. Afli á árabáta í Arnardal, ca. 160 skpd, er talinn með Hnifsdal eins og áður. Togaraaflinn hér á ísafirði er talinn tæp 4800 skpd. Togaraniir liéðan stund- uðu báðir síldveiðar í sumar. Á Patreksfirði nemur togara-aflinn á „Leikni“ rúmum 3200 skpd, en hann var á þorskveiðum mest alt árið. Aflaskýrslan sýnir, að aflafengurinn er stórum meiri s.l. ár en árið 1927, sem þó var með bestu afla-árum, og vafa- laust hefir aldrei jafn mikill fiskafli komið á land á Vestfjörðum. Færaveiðaskipin á Vestfjörðum öfl- uðu flest ágætlega, en miður þau, sem stunduðu færaveiðar béðan og sóttu norður fyrir Djúp eða á Húnaflóa. Afla bæsta skipið er nú eins og árið áður kútter Geysir frá Bíldudal, skipstjóri Kristján Arnason. Skýrsla mín í 10 tbl. Ægis greindi frá aflanum á vorvertíðinni hér í veiði- stöðvunum. Sumaraflinn hér við Djúpið var yfir- leitt lélegur, enda lítt stundaður. Bátar úr Hnifsdal og Alftafirði voru að þorsk- veiðum i Steingrímssfirði og i Djúpu- vík, eins og að framan segir. Var þar all-góður afli, en þó gekk fiskur eigi inn á Steingrímsfjörð, eins og undan- farið. Haustafli á Steingrimsfirði var i besta lagi, og alt fram undir jól. I Hnífsdal fengu aflahæstu bátar um 500 kr. hlut í haust, frá i september til jóla, og má það gott heita, en fiskverð er lika hærra en áður. Fvrir stórfisk nýjan ósaltaðan er gefið 24 aur., fyyrir smáfisk 18 au. og ýsu 12 aur. kg'. Stærri vélbátarnir fengu góða afla- brotu fyrir jólin, en þeir b}rrjuðu ekki fiskveiðar fyr en í desember. Á Vestfjörðunum var haustaflinn i besta lagi, einkum ágætur á Arnarfirði, svo og í Önundarfirði, og dágóður í Súgandafirði. Síldveiði i reknet var mjög rýr í sum- ar, og einungis stunduð af fáum skip- um héðan af Isafirði, og einum bát úr Súgandafirði. Einungis rúmar 2500 tn. af hafsíld voru fluttar héðan út, og er það lang- minst, sem verið hefir. Aftur var smásíldarveiðin i haust mikil tekjulind bæði fyrir veiðimenn og vörpueigendur, og eins þá, er keyptu sildina og seldu til útflutnings. Síldin fékst i landnætur í Alftafirði, Seyðis- firði og lítið eitt í Hestfirði. Alls var flutt út héðan af síld þessari ca. 3200 tunnur, auk þess sem úr gekk og saltað var niður til skepnufóðurs. Síldin var aðgrein í 3 flokka eftir reglum Einkasölunnar. í einum flokki var frá 8—10 sildum í kílógr., í öðrum frá 10—12 sildir og í þriðja flokknum 12—14 síldar í kg. Minni síld var ekki talin söltunariiæf. Gert er og ráð fyrir stærri flokki en hér er nefndur, þar sem færi 6—8 síldir i kg., en sárlítið var af svo stórri síld. Af félagsmálum og fundahöldum í deildunum er ekkert frásagnarvert það sem af er vetrinum. Deildastarfsemin verður alla jafna lítil það árið, sem Fiskiþing er ekki háð. Af þeim sökum og mörgum fleiri, er full ástæða til að athuga hvort Fiskiþingað — og þá jafn- fram fjórðungsþingin -— skuli eigi koma saman árlega.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.