Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 22
42 ÆGIR Kostnaðaratriöið er vitanlega eina viðbáran. En það þarf sannarlega ekki mikið að vera, sem stofnanir þessar fá umþokað sjávarútveginum tii liags og heilla, til þess að árlegt Fiskiþing bein- línis horgi sig. Ef Fiskifélagið og þá Fiskiþingið fyrst og fremst eiga i framtíðinni að vera atkvæðamiklir aðiljar um fisk- málunum án afláts. Meðan þingin eru tiáð annaðhvort ár, sækir ávalt deyfð að annað árið. Um þetta efni og fleiri er standa í sambandi við væntanlegar breytingar á lögum Fiskifélagsins, væri þörf á að rita nokkuð itarlega, en að þessu sinni verður ekki farið lengra í þetta. Af fyrirtækjum þeim, er að sjávarúl- gerð lúta og starfað bafa i fjórðungn- um s. 1. ár er fyrst og' fremst að nefna hina stóru síldarverksmiðju á Hesteyri og Sólbakka. Er skýrsla um síldarmagn þeirra birt í 9. og' 10. tbl. Ægis. At- vinnurekstur þeirra befir verið stór- kostlegur árið sem leið. Fiskmjölsverksmiðjan Víkingur liér i bænum hefir og mikið fært út kvíarnar. Hefir verksmiðjan keypt lierta þorsk- hausa af öllum Vestfjörðum svo og norðan úr Eyjafirði, auk þess sem tlutt hefir verið blautl úr veiðistöðvunum við Djúpið. Verksmiðjan befir framleitt um 500 smál. af fiskimjöli siðastl. ár. Má það mikið teljast, og er það ekki lítið verð- mæti, sem sjávarplássin liafa þarna orðið aðnjótandi, að miklu fundið fé, sem að miklu hefir farið forgörðum áður. Þá hefir og Samvinnufélag ísfirð- inga tekið til starfa nú um áramótin. Félagið var formlega stofnað og lög þess samþykt i árslok 1927. Var síðan sótt til Alþingis um að ríkisstjórninni heimilaðist, að ábvrgjast alt að % kaupverðs báts bvers, er fé- lagið hafði sett sér að markmiði að út- vega félagsmönnum. Ábvrgðarheimild sú, er Alþingi samþykti í þessu skyni, nam alt að 320 þús. kr. .Tafnfram var áskilið, að ísafjarðarkaupstaður væri á undan ríkissjóði í nefndri ábyrgð, svo og að sjálfsögðu eigendur hvers skips, og að lokum skipin sjálf með 1. veð- rétti. Figendur liafa lagt til Ys hluta kaup- verðs, svo ábyrgðin er ekki nema fyrir % verðsins, eins og áður segir. Bátarnir, sem keyptir hafa verið eru 5, smíðaðir í Risör í Noregi, með Elve- vélum. Bátarnir komu hingað um og eftir áramótin. Þeir eru rúml. 40 smál. með 90 hesla vélum, lagleg skip og rúmgóð. Þeir heita Ásbjörn, Isbjörn, Sæbjörn, Valbjörn og Vébjörn. Eigendur bátanna ern fyrst og' fremst skipstjórar þeirra, livors um sig, og fleiri og færri menn í félagi með þeim. Hvert bátsfélag er sérstök og sjálf- stæð deild innan Samvinnufélagsins, þannig að bvert bátsfélag ábvrgist ein- ungis skuldbindingar sinar, nema að þvi leyti sem viðskiftin við Samvinnu- félagið snertir. Bátarnir liafa reynst nokkuð dýrari en áætlað var í fyrstu, en ekki svo að ábyrgðarheimild Alþingis sé tæmd með þessum 5 bátum. Býst ég ekki við að aukið verði við fleiri bátum fyrst um sinn. Aðallánin til bátskaupanna eru feng- in erlendis með góðum lánskjörum. Þvi liefir verið fleygt, að Alþingi hafi sýnt gáleysi með nefndri ábvrgð. En þegar þess er gætt að ísafjarðar- kaupstaður, eigendur skipanna, auk 1.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.