Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 23

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 23
ÆGIft 43 veðréttar í skipunum, ganga á undan ábyrgð ríkissjóðs, þá verður ekki með sanngirni sagt, að Alþingi hafi sýnt óvarkárni i þessu efni. Að öðru leyti verður reynslan og framtíðin að sýna hvernig þessu reiðir af. Kreppur og erfið ár geta öllu grand- að, þótt í aðalatriðum sé stefnt i i’étta átt. ísafix’ði, 19. janúar 1929. Kristján Jónsson frá GarSsslöðum. Grindavík. Það er ekki meining mín að rekja menningarsögu Grindavíkur með línum þessum, lieldur i stórum dráttum henda á helstu hreytingarnar, sem orðið lxafa á síðari timum. En til þess er þó óhjá- kvæmilegt, að fara nokkuð aftur i tím- ann til samanburðai’. Staðhættir. Grindavík er ysta bygð sunnan á Reykjanesi. Það eru í raun og veru þrjár vikur og sitt liverfi lijá liverri vík, auk þess nokkrar einstakar jarðir milli hverfa. Alls voru 26 grasbýli og 6 eða 7 þurrabúðir í sveitinni um 1890. Bygðin öll nær yfir ca 14 km. langa strand- lengjxi; frá ystxi bygð eru ca 10 km. xit á Reykjanestá. Landrými sveitarinnar er allmikið en víðast nxjög lirjóstrug hraun og hlásin og ber eldfjöll. — Aðdýpi er all xnikið, þó eru nokkur sker og boðar á öllum víkunum, þess vegna er brima- samt, þó aldrei landbrim í lendingum, nema flóðhátt sé. Atvinnuvegir. Frá landnámstíð hafa fiskiveiðar og landbúnaður verið aðal atvinnuvegix’ hér, eins og' alstaðar annarstaðar á land- inu, þar sem svipað er i sveit konxið. Frá því Grindavík bygðist og fram á miðja 19. öld var ein og sama veiði- aðfei’ð notuð, nfl. handfæri. Á vetrar- vertíð munu mest liafa verið notuð 8 og 10 róin skip, en tveggja og fjögra mannaför voru aðallega notuð þar fyrir utan. Oftast var stutt róið, öldum sam- an á sömxx miðin, út á víkurnar eða stutl út fyrir þær. Þar sem veiðistöðvar liggja fyrir oixnu hafi, er eðlilega brimasamt í haf- áttunx og því aðallega gæftir þegar af- landsvindur er, það var því eðlilegt að menn hættu sér ekki langt frá landi, síst nxeðan eingöngu var treyst á árarnar, til að komast um sjóinn, eix ekki í ann- að liús að venda, ef ekki náðist lendiixg. í fiskigöngum gengur fiskur hér venju- lega inn í lxoða, það var því sjaldan þörf að sækja langt á veti’um. Það kem- ur oft fvrir á vetrum, að sjór verður al- hrima á mjög skömmum tíma, jafnvel þó logn cða hægviðri sé og útsjór vel fær, mun það m. fl. hafa valdið því að hvert hverfi sótti á sin mið öldum sanx- an, jafnvel þó hetra fiskirí væri i öðr- um hverfum. A sumrin og síðari liluta vorvertiðar var stundum róið langt á ýms nxið, frá Krísxxvikurbjargi og vest- ur i Reykjanesröst. Lengst af var allur fiskur hertur hvort lieldur vera skyldi verslunarvara eða til Iieimilisnota. Afl- inn var vel Iiirtur, liausar hertir til matai’, sundmagi, kútmagi og svil sömu- leiðis, alt var þetla góð og gild versl- unarvara innanlands, hryggir voru þurkaðir til eldneytis og annar úrgang- ur hirtur til áburðar. Fiskur og hausar voru Iiertir á þar til gerðum grjótgörð- um, sömu garðar fylgdu sömu jörðum eins og sömu tún eða sömu uppsátur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.