Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.1929, Blaðsíða 28
48 iteGÍÍÍ leiðslu vorri hefur þannig selst í skjóli hins norska verðs, er ómögulegt að segja, en mikils væri það um vert fyrir sjávar- útveginn yfirleitt ef hægt væri í framtíð- inni að halda þeim velli, sem hefur unn- ist, og helst að auka. — í þessu sambandi má þá geta þess, að eitt af tvennu hefur verðboginn verið of spentur eða gæðin ekki allskostar líkað, því hingað berast þær fregnir að Portu- galskir kaupendur hafi þegar endurselt til muna i Spáni af þeim fiski er þeir höfðu keypt hér, og munu viljy losna við meira. —■ Eru þá taldar megin ástæðurnar fyrir hinni óvæntu og góðu sölu yfirleitt, en þegar er í pottinn búið sem hér, er það vist undantekningarlaust saineiginlegt, um allan heim, á hvaða sviði sem er, að möiinum verður á að spenna bogann of hátt, og er þegar sýnilegur afturkippur kominn, en hitt hefði þó verið meira um vert að reyna að halda því áunna. Þrátt fyrir hið núverandi of háa verð, sem óumflýjanlega dregur úr neytslunni, ihá þó gera ráð fyrir að þessa árs byrgð- ir, að viðbættum væntanlegum nýjum hús- þurkuðum fiski, verði selt og uppetið áð- ur en nýr sólverkaður fiskur kemur á markaðinn, og verður því vonandi hreinn grundvöllur að byggja á, og næsta árs markaðshorfur, með væntanlega aukinni heimsneytslu, eins og að framan áminst, ætti því að vera með betra móti. Veltur þó alt á mergð aflans hér og í Noregi, og að verðlagið sé miðað við kaupgetu neytenda. — Þó skildi engin byggja á spám einum, því margra ára reynsla hefur bæði sýnt og sannað, að ekkert er óútreiknanlegra en alt sein að sjávarútveg lýtur. Ólafur Proppé. L I S T 1 yfir sundurliðaðan afli, í veiðistöðvun- um í Nörðlendingafjórðungi, árið 1928, eins og hann hefir verið talinn á skýrsl- um til undirritaðs. ____ Skpd. þur. Þórshöfn og Langanes að vestan 1176 Raufarhöfn, Leirhöfn og Slétta . . 731 Húsavík og Tjörnes ............... 3852 Flatey með Fjörðum ................ 598 Grenivík, Látraströnd oð Kljástr. 2508 Akureyri, Oddeyri og grend .... 3517 Hjalteyri Ósnaust og Fagraskógsv. 188 Litli-Skógssandur og Ársskógsstr. 711 Hrísey, með Ystabæ ............... 4048 Dalvík, Uppsaströnd og Héðinsfj. 3160 Ólafsfjörður og Kleifar .......... 5763 Siglufjörður .................... 15761 Skagafjörður (samtals) ............ 610 Skagastr. öll að Skagatá að vestan 945 Hvammstangi og Vatnsnes ........... 515 Samtals: 44,023 Grímsev er hér ekki talin með, nema að því leyti, sem nokkur hluti vorafl- ans fékst þar, en var fluttur beint til Akureyrar eða annara staða við Evja- fjörð, Siglufjörð eða Húsavikur. Svalbarðseyri, 2. janúar 1929. Páll Halldórsson erindreki. Þorskveiðar Norðmanna. Afli Norðmanna. 14. febr. var komið á land 16.628 smál. af fiski; af því liert 4.115 smál., saltað 11.276 smálestir. 19. febr. komið á land 28.510 smál.; af því liert 7.531 smálestir, saltað 19.227 smálestir. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.