Alþýðublaðið - 15.06.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1923, Blaðsíða 4
ALÞYBUBLAÐIB tiliaga ( somu átt, sem þingsá- lyktunaríillaga málshefjanda hafði farið í vetur, og meira að segja með sama orðalagi, sefn ekki var neitt áfbragð, sem menn muna. Bíkið á að sjá sómasamlega lyrir sjúknm, hrnmum og óverkfærum. Frá bæjarstjðriar^ fundi 7. júnf. Brunatryggingar. Brunatryggingarnefndin lagði til, að bæjarstjórn svaraði bréfi frá >Köbstædernes almindelige Brandforsikring< á þá leið, að hún vilji ekki semja við félagið frernur nú en áður >á þeim grundvelli, að iðgjöldin séu hækkuð svo mjög, sem félagið hefir krafist, þ. e. að aukagjaidið hækki upp í 16, 52 og 76 aura fyrir hverjar 100 krónur virð- ingarverðs í stað 8, 16 og 24 aura nú, en sé hins vegár fás til samninga, ef félagið vill slaka nokkuð til á kröfum sínum.< Skemtauaskattur. Beiðni leiknefndar stúdenta um eftirgjöt á skémtanaskatti af leik- sýningum til ágóða fyrir stú- dentabústað synjaði meiri hluti bæjarstjórnar. Húsnæðismál. Á fundinum vár útbýtt skýrsl- um um störf húsnæðisnefndar í Reykjavík, er bæjarstjórn bafði óskað eftir að fá á fundi 3. maí- Auk margs annars fróðleiks má af henni sjá, að meðalhúsaleiga hefir farið stöðugt hækkandi og einnig eftir 1920, er dýrtíð önn- ur tók að minka, og það sam- kvæmt úrskurðum húsaleigunefnd- ar. Má þá nærri geta, hvernig ástandið er víða þar, sem slíks úrskurðar hefir ekki verið Ieit- að. Astæðan er vitanlega þiengsl- in, sem afleiðingar þeirra eru það, að menn verða beinlínis að bjóða í húsaæði tii þess að fá í einhvers staðar inni. Staðfestlr skýrslan þnnnig þsð, er haldið hefir verið íram áf Áiþýðuflokkn- um, að eina ráðið, sem dugir, til þess að korna í veg fyrir húsa- leiguokrið er að bæta úr þrengsl- unum með nýbyggingum, en þær geta því að eins — og verður sá sannleikur aldrei of oft sagður — orðið nægar og nægiiega ódýrar, • að bærinn sjálfur gangist fyrir þeim og annist um þær með því að reisa þær á eigin kostnað og starf- rækja þær, — Enn fremur lá fyrir fundinum erindi frá Kvenna- deild Jafnaðarmannaíélagsins um bætur á húsnæðisvandræðunum ásamt skýrslum, er deildin hafir safnað um slæm húsakynni. Út af erindi þessu spunnust aliharð- ar umræður. Töluðu af hálfu Alþýðuflokksins Ólafur Friðriks- son, Héðinn Valdimarsson, Jón Baldvinsson og Hallbjörn Hall- dórsson, en af hálfu meiri hlut- ans var sendur í eldinn Jón Ólafsson. Gekk honum illa vörnin, enda málstaðurinn illur með- ferðar tyrir ekki alveg sam- vizkulausa menn, og varð lítið úr honum fyrir framsókn hinnar, er annars vegar sýndu, skýrt og rækilega fram á skaðsemi hús- næðisvandræðanna, bæði heil- brigðilega, f járhagslega og menn- Íngarlega. og hins vegar fram á náuðsynina á bráðum bótum og jafnframt möguleikana til fram- kvæmdar þeim, og varð þeim ekki mótmælt. Nokkru mun hafa valdið um þorbrest meiri hlutans, að Kvenns deildin kom á fund- inn að hlusta á umræður, og munu íneirihlutamenn ógjarna hafa viljað bera rökþrot sín fyrir margmenni, er borið gæti þeim maklegt vitni meðal almennings víðs vegar í bænvim. Tillaga kom fram um að kjósa nefnd, og var hún samþykt. Voru með hlutfallskosningu kosnir í nefnd- ina af A-lista, er Þórður Sveins- son iagði fram, þeir Ólafur Frið- riksson, Pétur Magnússon 0g Þorvarður Þorvarðsson. Fékk listinn 10 atkvæði, en iisti, sem efstur var á Guðmundnr Ás- SmjQrlíM á 95 an. kartöflur á 8 kr. Mjólkurdósir á 65 aura. Spaðsaltað sauðakjöt. Ódýr sykur. Hanaes Jónsson, Laugavegi 28. Á Austurgötu 28 í Hafnarfirði er tekið tau til strauningar og föt til viðgerðar ásamt fleira saumi. bjarnarson, fékk 1 atkvæði og kom engum manhi að. Um dagmnoQ vegim. Stúdentar og 17. júní. Allar ungar stúlkur og piltar, sem viija aðstoða stúdenta við söiu happdrættismiða stúdentagarðs- in3 og sönglags Kaldalóns við >Þú nafnkunna landið<, eru beðin að koma í Háskóiann á morgun kl. 4—9. 75 ára verz^unar-afmæli á verzlun H. P. Duus í dag. Satt og logið. Þess hefir gleymst að geta, að Jón Magn- ússon lýsti yfir því í >Morgun- blaðinu< a sunnudaginn, að hvorki he'ði hann ritað nema eina grein í >Morguublaðið< né Iagt fé tll þess. Hinu fyrra er trúað. Menn vita, að Jón er ekki framleiðinn andlega né líkam- lega. Hinu síðara trúlr enginn, enda væri það jafn efnuðum manni og Jóni til vanvirðu að hafa ekki látið Þorstein hafa neitt upp úr samneytinu við hann svona raunalega lengi annað en — óorðið. Saltúskstoll hefir ítalska stjórnin afnumið, segir í skeyti frá Khöfn, er kom í því, er blaðið fór í pressuna. Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: Hallbjörn Halldórsson. Frectsmiðja Hallgríma BenedikGsocar, Bergsfaðasfræti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.