Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Ungmennafélag Íslands hefur rekið Ungmenna- og tómstundabúðir að Laug- um í Sælingsdal í Dalasýslu frá árinu 2005, í samstarfi við Dalabyggð og með góðum stuðningi ríkisvaldsins. Búðirnar eru ætlað- ar ungmennum í 9. bekk grunnskólans. Á Laugum er skólahúsnæði, heimavist, íþróttahús, sundlaug og byggðasafn. Átta starfsmenn vinna við búðirnar og forstöðu- maður þeirra er Anna Margrét Tómas- dóttir. Markmiðið með dvölinni, sem er fimm dagar, er að unglingarnir öðlist færni í umræðu um þau mál sem brenna á þeim hverju sinni, læri tillitssemi, umburðar- lyndi og ábyrgð. Margt skemmtilegt er gert í búðunum, innan dyra jafnt sem utan, sem gaman er að upplifa. Starfsemin í búðunum er unnin á fag- legum nótum og byggir á fjórum megin- stoðum sem halda uppi starfinu. Þær eru; menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Námskeiðin, sem boðið er upp á, eru m.a.: framkoma, ræðumennska og tjáning, upp- bygging og starfsemi félaga, hópefli, úti- vist, leikir og sprell, gögl sem er leikur sem reynir á einbeitingu, athygli og þolinmæði, galdrar og spádómar (rúnir og annað þjóð- legt), félagsvist og Kompás sem er nám- skeið í mannréttinda- og lýðræðisfræðslu. Þá er einn ferðadagur þar sem Eiríksstaðir í Haukadal eru heimsóttir og fræðst um menningu, sögu og aðstæður víkinga. Kúabúið á Erpsstöðum er heimsótt og fræðst um störf bænda og annað áhuga- vert í sveitalífinu. Meðan á dvölinni stendur er þátttak- endum ekki heimilt að vera með ferða– dvd, PSP, fartölvur né gsm og er tilgangur- inn með þessu banni sá að ungmennin hvíli sig á því áreiti sem þessum tækjum fylgir meðan á dvölinni stendur og upplifi að það er hægt að vera til án þeirra. Þátt- takendur þurfa að fara eftir reglum sem Lærdómsrík og ógleymanleg dvöl Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir gilda í búðunum og hafa ákveðna hluti með sér sem þeir nota meðan á dvöl þeirra stendur. Skólarnir senda ákveðinn fjölda kenn- ara eða annarra umsjónarmanna með hóp- unum. Þetta fólk hefur ákveðið hlutverk meðan á dvölinni stendur sem er kynnt í bréfi sem sent er til þess tímanlega fyrir komu þess í búðirnar. Sama á við um ungmennin og foreldra þeirra. Starfsfólk búðanna er fjölhæft og metnaðarfullt fólk sem hefur þekkingu á því sem það er að gera og er umhugað um að gestir búðanna njóti dvalarinnar á sem bestan hátt. Þegar „kreppan“ skall á dróst aðsóknin í búðirnar saman um tíma, en skólaárið 2010–2011 var aðsóknin komin í það hámark sem hún var í fyrir kreppu sem er einkar ánægjulegt. Ef þú, ágæti lesandi, veist um skóla sem nýtir sér ekki Ungmenna- og tómstunda- búðirnar hvet ég þig til að tala við viðkom- andi um þetta frábæra tækifæri sem 14–15 ára ungmennum býðst. Ég fullyrði að dvöl- in verður þeim bæði lærdómsrík og ógleymanleg enda hef ég upplifað hvort tveggja sem skólastjórnandi og foreldri. Íslandi allt! Föstudaginn 10. september sl. var 75 ára afmælisrit Ungmennafélags Grindavíkur kynnt fyrir stjórn, formönn- um deilda, bæjarstjórn og öðrum gest- um í kaffiboði á Bryggjunni. Gunnlaugur Hreinsson, formaður rit- nefndar, kynnti ritið og lagði áherslu á að það hefði upphaflega átt að vera 100 síður en hefði stækkað eftir því sem heimildaöflunin vatt upp á sig og orðið 132 síður. Verkið er feikilega vandað og ríkulega myndskreytt enda var mikill metnaður hjá stjórnarmönnum til þess að svo yrði. Kristinn Benediktsson ritstýrði verk- inu og sagði hann að það skiptist í þrjá meginkafla. Í fyrsta kaflanum væri nútímanum gerð skil og þar væri einnig rakin saga yngstu deildanna, sundsins, fimleikanna og taekwondos. Í miðkafl- anum væri rakin saga Íþróttafélags Grindavíkur frá upphafi allt fram yfir að Ungmennafélagið var sett á laggirnar 1963 og er þar stuðst við fundargerða- bækur og fleiri heimildir ásamt viðtöl- um. Í þriðja kaflanum er saga UMFG rakin í viðtölum ásamt sögu elstu deild- anna, knattspyrnunnar, körfunnar, júdós- ins og handboltans. Kristinn lagði áherslu á að þó ekki hefði verið unnt að ræða við alla þá sem hafa verið í framvarðasveitinni á hverjum tíma væri þeirra vandlega getið þar sem það á við enda vandséð hvernig ætti að draga línu sem væri sú eina rétta í þeim efnum. UMFG gefur út 75 ára afmælisrit Frá vinstri: Gunn- laugur Hreinsson, formaður rit- nefndar, Kristinn Benediktsson rit- stjóri og Bjarni Svavarsson, formaður Ung- mennafélags Grindavíkur. 75 ára afmælisrit Ungmennafélags Grindavíkur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.