Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands var haldinn í þriðja sinn í sumar með nám- skeiðum á fimm stöðum víðs vegar um land- ið. Frjálsíþróttaskólinn var fyrst haldinn árið 2008, á þremur stöðum á landinu; í Borgarnesi, á Sauðárkróki og á Egilsstöðum. Í ár var skól- inn haldinn á Laugum í Reykjadal, Laugar- vatni, í Borgarnesi, á Sauðárkróki og Egils- stöðum. Höfn í Hornafirði, Akureyri og Mos- fellsbær hættu við að halda skólann sökum dræmrar þátttöku. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmenn- um á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýk- ur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferð- ir og haldnar kvöldvökur. Gjaldið fyrir vikuna í sumar var kr. 15.000. Allt var innifalið í verð- inu, kennsla, fæði og gisting. Ekki var hægt að fá styrk frá Velferðarsjóði barna í ár eins og fékkst 2009. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameigin- lega kynningu á starfseminni. Sambandsaðil- ar á því svæði þar sem skólinn er haldinn hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt var upp með að hafa fagmenntaða kennara á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin. Laugar í Reykjadal - HSÞ Frjálsíþróttaskólinn var haldinn nú í sumar eins og á síðasta ári að Laugum í Reykjadal vikuna 21.–25. júní og sóttu 18 ungmenni skólann. Þjálfarar voru Friðrik Benónýsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Farið var yfir flest allar frjálsíþróttagreinar svo að allir myndu finna eitthvað við sitt hæfi. Borgarnes - UMSB Vikuna 21.–25. júní var Frjálsíþróttaskólinn haldinn í Borgarnesi. Þátttaka ungmenna milli ára jókst töluvert. Árið 2009 sóttu 39 ungmenni skólann en í sumar sóttu 53 ung- menni skólann. Lokað var fyrir skráningu í skólann þar sem ekki var hægt að taka við fleiri en um 55. Kennari var Bjarni Þór Traustason en honum til aðstoðar voru þau Kristján Guðmundsson, Íris Grönfeldt, Rakel Guðjónsdóttir, Unnur Jónsdóttir og Margrét Ársælsdóttir. Vegna mikillar þátttöku veitti ekki af öllum þessum þjálfurum til að halda utan um hópinn. Egilsstaðir - UÍA Frjálsíþróttaskólinn var haldinn á Egilsstöð- um vikuna 21.–25. júní. Ellefu ungmenni sóttu skólann í ár en nítján á síðasta ári. Ástæða fækkunar er óljós en kannski hefði mátt auglýsa skólann betur á svæðinu. Kenn- arar voru Hildur Bergsdóttir, Lovísa Hreins- dóttir, Einar Hróbjartur Jónsson, Hreinn Hall- dórsson og Mekkín Bjarnadóttir. Sauðárkrókur - UMSS Frjálsíþróttaskólinn var haldinn á Sauðár- króki vikuna 19.–23. júlí. Þrjátíu krakkar sóttu skólann sem er mikil fjölgun frá síðasta ári þegar 19 sóttu hann. Gaman var að sjá þessa miklu fjölgun frá síðasta ári. Árni Geir Sigurbjörnsson og Gunnar Sigurðsson voru þjálfarar við skólann að þessu sinni. Laugarvatn - HSK Frjálsíþróttaskólinn var haldinn á Laugar- vatni vikuna 19.–23. júlí. Tuttugu og fimm ungmenni sóttu skólann í ár sem er nokkur fjölgun frá því í fyrra. Ólafur Guðmundsson og Fjóla Signý Hannesdóttir voru kennarar við skólann. Í lok námskeiðsins fengu öll ung- mennin viðurkenningarskjal til staðfestingar á þátttöku. Eins og undanfarin ár hefur skól- inn fengið með eindæmum góð viðbrögð. Ungmennin fóru sátt heim eftir lærdómsríka og krefjandi, en umfram allt skemmtilega, tíma saman. Þátttaka ungmenna í skólanum jókst á milli ára þrátt fyrir að skólinn væri á færri stöðum í ár en á síðasta ári. Alls sóttu 124 skólann 2009 en í ár voru 137 sem sóttu hann. Aukin þátttaka undir- strikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir Frjálsíþróttaskólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ung- menna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ung- menni, sem stunda íþróttir, leiðist síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum. Góð þátttaka víðast hvar FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓLI UMFÍ: Á stóru myndinni efst eru krakkar í Borgarnesi, á mið- myndinni eru krakkar á Egils- stöðum og á þeirri neðstu krakkar á Laugum í Reykja- dal.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.