Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sunna Gestsdóttir Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona var lengi vel fremst í hópi kvenna hér á landi. Sunna, sem er 34 ára að aldri, á enn Íslandsmetin í 100 metra hlaupi og lang- stökki. Metið í 100 metra hlaupinu er 11,67 sekúndur og langstökksmetið er 6,30 metrar. Sunna hélt að langstökks- metið myndi falla í fyrra en nokkrum sinnum var höggvið ansi nálægt því. Síðustu ár hafa farið í barneignir og nám „Ég sjálf get farið að keppa í öldunga- flokki á næsta ári. Það er aldrei að vita nema maður taki fram skóna og keppi á öldunga- móti,“ sagði Sunna. Sunna býr á Blönduósi í dag, þjálfar ung- mennin þar í frjálsum íþróttum og starfar einnig sem einkaþjálfari í bænum. Hún hefur einnig verið í námi síðustu ár en á sl. vori kláraði hún meistaranám í heilbrigðisvísind- um frá Háskólanum á Akureyri. Eins og hún kemst að orði sjálf í spjalli við Skinfaxa hafa síðustu ár farið í nám og barneignir eða frá því að hún hætti í spriklinu. „Síðasta mótið, sem ég tók þátt í, var í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal en þá var einmitt um vígslumót hallarinnar að ræða. Þetta var árið 2006 og gaman að hafa fengið tækifæri til að keppa í þessari höll sem frjáls- íþróttafólk var búið að bíða lengi eftir,“ sagði Sunna. Þjálfar krakka á Blönduósi Hún sagðist aðspurð hafa nóg fyrir stafni á Blönduósi. ,,Það var opnuð hér glæsileg líkamsræktarstöð og ný sundlaug í sumar og þar virkja ég íbúa Blönduósbæjar og nágrennis til að nýta þessa flottu aðstöðu sem hér er risin. Ég hef annars nóg fyrir stafni auk þjálfarastarfsins hjá krökkunum í USAH. Á fyrstu æfingar í byrjun október mættu 35 krakkar þannig að áhuginn er HVAR ERU ÞAU Í DAG? „Aldrei að vita nema maður taki fram skóna og keppi á öldungamóti“ Sunna Gestsdótt- ir á Íslandsmetin í 100 m hlaupi og langstökki. Á myndinni hér til hliðar kemur Sunna fyrst í mark á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2001. svo sannarlega til staðar. Á æfingarnar, sem fara fram í íþróttahúsinu, koma krakkar frá Blönduósi og eins úr sveitunum hér um kring. Ég sé fram á skemmtilegan vetur með krökkunum sem eru mjög áhugasöm.“ – Hvernig finnst þér að fylgjast með af hliðarlínunni? „Það var erfitt fyrst eftir að maður hætti. Ég fylgist vel með þeim efnilegu krökkum sem við eigum í dag. Það verður spennandi að fylgjast með Helgu Margréti og eins Sveinbjörgu Zóphóníasdóttur frá Hornafirði í framtíðinni,“ sagði Sunna Gestsdóttir í samtali við Skinfaxa. Minnisvarði afhjúpaður í Borgarnesi Á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi var afhjúpaður bautasteinnn sem verður minnisvarði um mótið. Annar bautasteinn stendur við hliðina, en hann er minnisvarði um Landsmótið sem haldið var í Borgarnesi 1997. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Páll Brynjars- son, sveitarstjóri í Borgarbyggð, sem afhjúpuðu minnisvarðann. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, og Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgar- byggðar, við athöfnina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.