Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi: 13. Unglingalandsmóti Ungmenna- félags Íslands var slitið með glæsilegri flugeldasýningu rétt fyrir miðnætti sunnudaginn 1. ágúst sl. Á bilinu 10–12 þúsund gestir voru búnir að njóta veður- blíðunnar dagana á undan og glæsilegs Unglingalandsmóts. Keppendur hafa aldrei verið fleiri á Unglingalandsmóti, rúmlega 1700 talsins, og skemmtu sér allir hið besta við frábærar aðstæður. Fjöldi unglingalandsmótsmeta var settur á mótinu. Stolt og glöð í hjarta „Við erum afar ánægð með mótið í heild sinni. Við erum stolt og glöð í hjarta,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ. Hún sagði að lánið hefði leikið við mótið, keppnin sem slík væri búin að ganga mjög vel fyrir sig. „Umgengnin er búin að vera til fyrir- myndar og sannkallaður vináttuandi er búinn að svífa hér yfir vötnum allt mótið. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun,“ sagði Helga Guðrún. Í sjöunda himni „Það er ekki annað hægt en að vera sáttur. Það hafa allir hlutir gengið upp, tímasetningar, öll samskipti og svona mætti lengi telja. Ennfremur höfum átt afar ánægjuleg samskipti við keppendur sem og gesti. Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari en mótið fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalands- mótsnefndar. Hann sagði að veður- guðirnir hefðu verið mótinu afar hag- stæðir og það hjálpaði auðvitað mikið til að gera mótið og umgjörðina góða. „Mér finnst líka aðkoma UMFÍ til fyrir- myndar en hreyfingin býr yfir mikilli reynslu í mótshaldi sem þessu og það kemur okkur til góða. Við erum í sjöunda himni,“ sagði Björn Bjarki að lokum. Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður ungl- ingalandsmóts- nefndar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Glæsilegt Unglinga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.