Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37. sambandsráðs- fundur Ungmenna- félags Íslands var haldinn á Egilsstöð- um 16. október sl. Á fundinum var lögð fram vegleg ársskýrsla þar sem gat að líta yfirlit yfir hið fjölbreytta starf sem er unnið innan hreyfingarinnar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Í ræðu formanns kom m.a. fram að UMFÍ hefur orðið fyrir fjárhagslegu tapi vegna gjaldþrots VBS fjárfestingar- banka. Miklar umræður urðu um reikn- inga UMFÍ. Hagnaður varð af reglulegri starfsemi, en rekstrarniðurstaða var nei- kvæð eftir að skammtímakröfur og verð- bréfaeign hafði verið færð niður. Yfir 20 tillögur frá stjórn og sambands- aðilum voru fluttar á fundinum og voru þær allar samþykktar. Um 40 fulltrúar héraðssambanda sóttu fundinn en fundar- stjórar voru Jónas Þór Jóhannsson UÍA og Jóhanna Kristjánsdóttir HSÞ. Verndum þau – erindi Kvöldið fyrir sambandsráðsfundinn flutti Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur erindi sem kallaðist Verndum þau. Í erin- dinu fór hún yfir þær hættur sem steðja að börnum og unglingum er varða ýmiss konar ofbeldi. Erindið var afar fróðlegt en þetta er viðfangsefni sem kemur okkur öllum við og ekki síst þeim sem starfa mikið með börnum og unglingum. Kynnisferð Þegar sambandsráðsfundinum lauk fóru fundarmenn í kynnisferð og skoð- uðu aðstöðu og keppnisstaði á Egilsstöð- um, en 14. Unglingalandsmót UMFÍ verð- ur haldið þar næsta sumar 37. sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Egilsstöðum UMSE fékk hvatningar- verðlaun UMFÍ 2010 Hvatningarverðlaun UMFÍ 2010 voru afhent á fundinum á Egilsstöðum. Verð- launin féllu í skaut Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE, fyrir öflugt og metn- aðarfullt íþrótta- og ungmennafélags- starf á breiðum grunni. Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, tók við viðurkenningunni fyrir hönd héraðssam- bandsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti verðlaunin. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður UMSE, við afhendingu hvatningarverðlauna UMFÍ. Samstarfssamningur við UÍA undirritaður 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmanna- helgina næsta sumar. Á sambandsráðs- fundinum var undirritaður samstarfs- samningur milli UMFÍ og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, sem er framkvæmdaðili mótsins. Á Egilsstöð- um er góð aðstaða til íþróttaiðkunar og keppni. Þar er frjálsíþróttavöllur með gerviefni. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, við undirritun samstarfssamnings um Unglinga- landsmótið næsta sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.