Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 ALMENNINGSÍÞRÓTTIR: Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga, sem UMFÍ stóð fyrir í sumar, gekk vel. Verkefninu lauk með formlegum hætti 16. september með grunnskólagöngu UMFÍ. Ákveðið hefur verið að hafa skráningarkerfið áfram opið og er það gert svo að hægt sé að halda utan um hreyfinguna allt árið. Því er um að gera að hætta ekki að hreyfa sig þó svo að verkefninu sé formlega lokið. Verkefnið mun byrja aftur í byrjun júní á næsta ári en það verður auglýst vel þegar að því kemur. Ánægja með verkefnið „Í heild sinni má segja að verkefnið hafi gengið vel. Þátttakendur hafa verið í sam- bandi við okkur og lýst yfir ánægju með þetta framtak hreyfingarinnar. Margir nýttu sér þann möguleika að ganga á fjöll en annars var ágæt þátttaka í öllu verkefn- inu. Verkefnið verður með svipuðu sniði á næsta ári en það verður nánar auglýst þegar nær dregur,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa um verkefnið. Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga! stóð yfir dagana 5. júní til 16. september. Raunar hófst verkefnið með fjölskyldudegi UMFÍ sem haldinn var við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi. Verkefnið stóð því yfir í 103 daga en í ár eru liðin 103 ár frá stofnun UMFÍ. Öllum var heimil þátttaka óháð aldri og hægt var að velja milli þátttöku í einstaklings- keppni og hópa/fyrirtækjakeppni eða vera með í báðum keppnunum. Þátttakendur skráðu hreyfingu sína inn á ganga.is eða með því að safna stimplum í göngubók. Göngubókina var hægt að nálgast á flestum N1 bensín- stöðvum og í flestum sundlaugum lands- ins. Þátttakendur gátu nálgast stimpil fyrir hreyfingu sína í afgreiðslu sundlauga. Sú hreyfing sem hægt var að skrá eða fá stimpil fyrir var að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 500 metra. Fyrirtækjakeppnin fór fram á sama tíma og einstaklingskeppnin. Öll fyrirtæki og/ eða hópar gátu tekið þátt í verkefninu. Fyrirtækið/hópurinn skráði sig til leiks inn á vefnum ganga.is. Fyrirtækið/hópurinn þurfti að setja hópinn sinn í réttan flokk eftir fjölda meðlima í hópnum. Fyrirtæk- ið/hópurinn skráði niður þegar einhver úr hópnum gekk eða skokkaði 3 kíló- metra, gekk á fjöll, hjólaði 5 kílómetra eða synti 500 metra. Þeir þrír hópar sem hreyfðu sig mest og í flesta daga fá svo verðlaun. Einnig kepptu fyrirtæki í því hvaða þátttakendur hvers fyrirtækis höfðu gengið á flest fjöll. Um miðjan nóvember verður dregið úr potti þeirra sem hafa hreyft sig í 30 skipti, 60 skipti og 80 skipti. Haft verður sam- band við þá sem dregnir verða út. Þeir þrír einstaklingar sem gengið hafa á flest fjöll munu einnig hljóta verðlaun og haft verður samband við þá. Alltaf er verið að bæta upplýsingum inn á gönguvefinn og er áhugafólk hvatt til að nota áfram vefinn ganga.is. Helgi á göngu Helgi á göngu var verkefni sem haldið var til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gekk út á að skipulagðar voru gönguferðir á vegum UMFÍ dagana 23.–27. júní. Göngurnar voru skipulagðar víðs vegar um landið á einhverri af þeim gönguleiðum sem merktar hafa verið á vegum hreyfingar- innar. Almennings- íþróttaverkefni UMFÍ hófst með fjölskyldudegi UMFÍ við rætur Miðfells í Hruna- mannahreppi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.