Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands HSV og Ferðafélag Ísfirðinga stóðu fyrir göngu á Kaldbak Héraðssamband Vestfirðinga og Ferðafélag Ísfirð- inga stóðu í sum- ar fyrir gönguferð upp á Kaldbak við Dýra- fjörð. Tilgangur göngunnar, fyrir utan það að njóta náttúrunnar og stunda góða líkamsrækt, var að fara upp með póstkassa fyrir verkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið. Lagt var af stað frá íþróttahúsinu Torf- nesi kl. 11:00 og ekið yfir í Fossdal í Arnar- firði þar sem gangan hófst. Veðrið hefði mátt vera betra en örlítill strekkingur var og þokusúld á fjallstindinum. Vegna Góð þátttaka í göngum hjá UMSB Í sumar stóð UMSB að venju fyrir nokkrum gönguferðum og var góð þátttaka í þeim. Meðal annars var gengið að ýmsum fossum í héraðinu, sérstaklega þeim sem eru ekki í alfaraleið. Göngurnar voru flestar að venju farnar á fimmtudagskvöldum. Auk þess var gengið á Þyril og Varma- lækjarmúla sem eru fjöll UMSB í verkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið. Þar voru gesta- bækur og gat göngufólk ritað nöfn sín í þær. Í fyrstu göngu sumarsins var farið á Þyril og göngubók komið fyrir þar. Því næst var farið að Varmalækjarmúla með Botnsá, Fitjaá í Skorradal og Hvítserki, Deildargil við Hraunsás og Rauðsgil. Síðasta ganga sumarsins var farin um Árdalsgil. Fimmtudaginn 8. júlí var farin gönguferð á vegum Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, á fjallið Þorbjörn, undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögu- manns. Gönguferðin var liður í verkefn- inu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! sem fram fór dagana 5. júní til 16. september 2010. Ferðin gekk vel og voru þátttakendur ánægðir að henni lokinni. Gönguferðin var einnig liður í verkefninu „Helgi á göngu“ sem er verkefni til minningar um gönguforkólf- inn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gekk út á skipu- lagðar gönguferðir á vegum sambands- aðila UMFÍ. þokunnar var útsýni af tindi þessa hæsta fjalls Vestfjarða ekkert. Fjórtán manns kláruðu gönguna á tind- inn en fjallið er 998 m hátt. Þrátt fyrir veðrið var fólk hæstánægt með dagsverk- ið. Í haust verður farin önnur ferð upp á Kaldbak þegar sækja á póstkassann og verður þá reynt að velja flott og bjart veður. Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland. Tilgangur verkefnisins er að fjöl- skyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma saman um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi á eru flest frekar auð- veld uppgöngu en miserfið þó. Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðs vegar um landið. Allir þátttakendur eru hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því að heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir. Frekari upp- lýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is. Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is). Göngugarpar með póstkassa á tindi Kaldbaks. Vaskir Keflvík- ingar með félags- fána í hlíðum Þorbjörns. ALMENNINGSÍÞRÓTTIR: Gönguferð Keflavíkur á Þorbjörn Úr einni göng- unni sem UMSB stóð fyrir í sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.