Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 21
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21 40 manns tóku þátt í HSK-göngu á Bjólfell HSK tók þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár. Komið var fyrir póstkössum á báðum fjöllunum sem HSK tilnefndi í ár, þ.e. Bjólfelli og Miðfelli. Alls tóku 40 manns þátt í HSK-göngu á Bjólfell í sumar og var Ófeig- ur Ófeigsson í Næfurholti göngustjóri. Þegar komið var upp á tind fjallsins fór að hellirigna en íbúar sunnanlands höfðu einmitt beðið eftir rigningu svo vikum skipti. Þrátt fyrir rigninguna tókst öllum að skrifa í gestabókina og kassanum var komið fyrir. Kassinn er á tindinum talsvert innar en þar sem komið er upp á fjallið. Ingibjörg Sveinsdóttir landfræðingur var meðal göngumanna. Hún tók „trakk“ af leiðinni og hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðina á slóðinni: www. wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=963409 Guðni Guðmundsson á Þverlæk í Holtum fór með þessu vísu í göngunni og setti einnig í gestabókina: Fjallagolan leikur fislétt um vanga og fyllir lungun um stund. Á Bjólfell er gaman að ganga, gjarnan á skessufund. Þess má til gamans geta að göngu- fólkið tók saman eitt lag og var það Táp og fjör og frískir menn, í tilefni af 100 ára afmæli HSK. Lagið var eitt þeirra sem sungið var á fyrsta héraðsmóti HSK í Þjórsártúni fyrir 100 árum. Gengið á Miðfell 5. júní Hitt fjallið, sem HSK tilnefndi í verkefn- ið Fjölskyldan á fjallið, var Miðfell í Hruna- mannahreppi og var gengið á fjallið 5. júní, í tengslum við fjölskyldudag UMFÍ. Frá göngu HSK á Bjólfell. Frá göngu HSK á Miðfell. Helgi á göngu á Borgarfirði eystri Ungmennafélag Borgar- fjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austur- lands, stóð í sumar fyrir verkefninu Helgi á göngu. Helgi á göngu er verkefni til minningar um gönguforkólfinn og ung- mennafélagann Helga Magnús Arngríms- son. Verkefnið gekk út á skipulagðar gönguferðir á vegum sambandsfélaga UMFÍ, en sá dagur sem var tileinkaður Helga í ár var 26. júní. Á Borgarfirði teygði verkefnið sig yfir hálfa viku. Verkefnið fór af stað á Borgar- firði eystri að kvöldi 23. júní og var ætlun- in að ganga á Svartfell. Svartaþoka var og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni þar sem er ein stærsta líparítsströnd landsins. Urðarhólar eru framhlaup innst í Borgarfirðinum og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið, alveg hæfileg til að skrá sem göngu dagsins í Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga!. Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólf- ur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS-tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðar- hólavatni. Sett var upp keppni í greininni þar og vann hana Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu. Næstu daga þar á eftir var gengið í Stapavík, Gönguskörð og Njarðvík. Lagt var af stað frá Unaósi og gengið út með Selfljóti að Stapavík en þar er gömul uppskipunarhöfn. Þeir sem vildu gátu gengið sömu leið til baka, en leiðsögn var um gömlu þjóðleiðina til Njarðvíkur og Borgarfjarðar um Gönguskörð. Föstudaginn 25. júní var gengið undir leiðsögn frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Í Brúna- vík var einstök líparítfjaran skoðuð. Frá Brúnavík var haldið í Súluskarð, gengið ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur og áfram til Breiðuvíkur. Gist var um nóttina í Breiðu- víkurskála og þar var völdvaka, tónlist og grill þar sem hver og einn kom með grillvarning fyrir sig. Öllum var velkomið að taka þátt í þessari kvöldstund. Laugardaginn 26. júní var gengið inn dalinn í Breiðuvík og yfir Víknaheiði sem þykir einn fegursti fjallvegur á Íslandi. Í botni Borgarfjarðar var gengið fram hjá Gæsavötum og um Urðarhóla við Urðar- hólavatn. Tónleikar með valinkunnum listamönnum voru haldnir í Fjarðarborg um kvöldið. Sunnudaginn 27. júní var létt skoðun- arferð um Bakkagerðisþorp undir leið- sögn. Verkefnið þótti takast afar vel. Helgi á göngu er verkefni til minningar um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Hér til hliðar eru svipmyndir þegar gengið var inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.