Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Norræn ungmennavika NSU: Norræn ungmennavika NSU var í ár haldin í Sydslesvig (Suður-Slésvík) í Þýskalandi dag- ana 18.–25. júlí. Það vorum sex íslensk ung- menni sem tókum þátt ásamt um fimmtíu öðrum frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Grænlandi og Finnlandi. Á ungmennavikunni lærðum við ýmislegt um mismunandi menningarheima og náttúru, unnum fjölbreytt verkefni, tókum þátt í skemmtilegum leikjum og uppákomum og síðast en ekki síst kynntumst jafnöldrum okk- ar í nágrannalöndunum. Markmið vikunnar er að efla samskipti og kynnast nágrannalönd- unum og því var lögð áhersla á að aðeins væru töluð Norðurlandamál. Í þetta sinn fór mest fram á dönsku þar sem að gestgjafarnir voru dönskumælandi. Ferðin hófst í Leifsstöð sunnudagsmorgun- inn 18. júní. Þá var flogið til Kaupmannahafn- ar og þaðan tekin lest. Því næst vorum við sótt af gestgjöfunum sem fóru með okkur til Christianslyst þar sem við dvöldum fyrri hluta vikunnar. Þegar þangað var komið komum við okkur fyrir, borðuðum kvöldmat og síðan hófst kvölddagskráin. Þá var okkur skipt í nokkra hópa til að leysa skemmtileg verkefni sem tengdust öll á einhvern hátt jörð, vatni, eldi og lofti. Alla morgnana voru kynningar á löndun- um sem tóku þátt og sungið morgunlag á móðurmáli þess lands sem kynnti í hvert sinn og voru það gestgjafarnir sem byrjuðu. Þeir sungu fyrsta erindið á dönsku, sem er móður- mál þeirra í Suður-Slésvík ásamt þýsku. Að því loknu fór mestallur dagurinn í hópefli úti í góða veðrinu þar sem við fórum í leiki sem kröfðust góðrar samvinnu. Um kvöldið var fyrirlestur um minnihlutahópa í Evrópu, þ.e.a.s. hópa fólks sem hafa tvöfalt þjóðerni og tvö móðurmál. Svona minnihlutahópar eru í öllum Evrópulöndum nema á Íslandi og var því mjög fróðlegt að heyra um þetta. Síðan var notalegt kvöld, varðeldur, spil og spjall og voru flestir farnir að kynnast. Á þriðjudeginum var síðan lagt snemma af stað í trjáklifur. Við fórum í flottan klifurgarð með átta miserfiðum klifurbrautum. Eftir klifr- ið gengum við síðan til bæjarins Eckernförde þar sem við gátum kíkt í búðir eða á strönd- ina. Á miðvikudeginum vorum við Íslending- arnir með kynningu. Við bættum erindi við morgunlagið á íslensku, sýndum myndband frá Íslandi og gáfum íslenskt nammi. Fékk fulltrúi frá hverju landi splunkunýjan hraun- mola úr Fimmvörðuhálsi þar sem eldgosin á Íslandi voru virkilega vinsælt umræðuefni. Síðan var fyrirlestur um alþjóðamenningu og við unnum verkefni um það þegar ólíkir menn- ingarheimar mætast. Næst tóku við mismun- andi vinnustofur þar sem m.a. var í boði að smíða skeifur, setja saman sólarsellubíla og gera litla loftbelgi. Um kvöldið var síðan sýn- ing á afrakstrinum og að henni lokinni var komið að óvæntum hápunkti kvöldsins þegar eldgleypir mætti á svæðið. Morguninn eftir pökkuðum við saman dót- inu okkar og fórum í kanósiglingu. Veðrið var gott og siglingin gekk mjög vel hjá flestum en tveimur íslenskum stúlkum tókst þó með lagni að hvolfa bátnum sínum á fyrstu metr- unum, öðrum til mikillar kæti. Eftir sigling- una lögðum við að stað með rútu og síðan lest yfir á eyjuna Sylt það sem við dvöldum restina af vikunni. Þar gistum við í dönskum skóla með flottri aðstöðu. Fótboltavöllur, íþróttasalur og félagsmiðstöð með öllu tilheyr- andi var á staðnum. Föstudagurinn var sannkallaður náttúru- dagur. Við tókum saman það helsta um íslenska náttúru og dýralíf og sögðum hinum frá og lærðum um náttúru hinna landanna. Síðan var farið í 20 km hjólaferð til bæjarins Lyst þar sem við heimsóttum náttúrusafnið Naturgewalten. Eftir stoppið í Lyst hjóluðum við nokkra kílómetra til baka og skoðuðum svokallaðan vaðal (vadehav) sem eru leirur við sjó þar sem fjarar langt út og er mikið um dýralíf. Sá dagur sem stóð upp úr hjá mörgum var laugardagurinn en þá gátum við valið um að fara á brimbretti, í selaskoðun eða að sigla seglskútu. Þegar komið var til baka unnum við í hópum sem hver fékk úthlutað einu landi. Hóparnir áttu að tileinka sér hætti þjóðarinnar og gera búninga sem lýsa þjóð- inni. Um kvöldið var svo veisla þar sem hver hópur lék þá þjóð sem hann hafði fengið út- hlutað og fékk sá hópur sem þótti lýsa þjóð- inni best verðlaun. Þetta var síðasta kvöldið svo að fæstir tímdu að fara að sofa og því var spjallað og leikið langt fram eftir nóttu. Á sunnudagsmorguninn var svo pakkað saman og þá var kveðjustund. Við höfðum flest kynnst vel og eignast góða vini og því var ekki gaman að kveðja. Við héldum aftur til Kaupmannahafnar, stoppuðum í stutta stund á Strikinu og flugum síðan heim til Íslands. Ferðin var í alla staði frábær og vel heppn- uð og allir skemmtu sér konunglega. Dag- skráin var stíf allan tímann en það sem við gerðum var bæði skemmtilegt og fróðlegt. Allir gátu æft sig í dönskunni og var lítið grip- ið til ensku. Við komum heim reynslunni rík- ari, búin að kynnast mörgum frá öðrum lönd- um og alsæl með alla vikuna. Ungmenna- vikan verður haldin í Finnlandi á næsta ári og verður hún örugglega ekki síðri. Íslensku þáttakendurnir voru Sigmar Aron Ómarsson, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, Elín Margrét Böðvarsdóttir, Gunnlaug Birta Þor- grímsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Sigurdís Egilsdóttir. Fararstjóri var Jörgen Nilsson. Frábær ferð og komið heim reynslunni ríkari Íslensku þátttak- endurnir létu vel af ungmenna- vikunni sem var í alla staði frábær og sérlega vel heppnuð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.