Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Víkingur í Ólafsvík vann sér sæti á ný í 1. deild Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík tryggði sér sigur í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og leikur því að nýju í 1. deild á næsta keppnistímabili. Víkingar tóku á móti Víði úr Garði í næstsíðustu umferð mótsins og fóru með sigur af hólmi, 3:1. Eftir þann sigur voru þeir búnir að vinna 2. deildina. Víkingar tóku á móti bikarnum í leikslok, en það var Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ, sem afhenti þeim hann. Liðið hefur leikið sérlega vel í sumar og er vel að þessum titli komið. Sameiginlegt lið BÍ/Bolungarvík fylgdi Víkingi í Ólafsvík upp í 1. deild með því að lenda í öðru sæti í 2. deild. Sannar- lega glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega liði. Tindastóll vann 3. deild Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki bar sigur úr býtum í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Tindastóll leikur því í 2. deild á næsta ári ásamt Dalvík/Reyni. Þessi lið áttust við í hreinum úrslitaleik um sigurinn í 3. deild á Ólafs- firði. Fyrir leikinn voru þessi lið reyndar búin að tryggja sér sæti í 2. deild, en samt sem áður var mikil stemning fyrir þess- um leik enda um nágrannaslag að ræða. Tindastóll sigraði í leiknum, 1:0, með marki frá Arnari Sigurðssyni í fyrri hálfleik. Bæði liðin áttu sín í færi í leiknum sem var skemmtilegur og fjörugur á köflum. Knattspyrnulið Tindastóls, Íslandsmeistarar í 2. deild karla. Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.