Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Efnilegir knapar að koma fram í sviðsljósið Síðasta mótið í mótaröð meistaradeild- ar UMFÍ var haldið í Rangárhöllinni 31. ágúst sl. Í liðakeppninni hlaut Völlur 176,5 stig, Arabær 159.5, Fet 141, Vesturkot 133,5 og Vakursstaðir 109,5. Í keppni knapa varð Arnar Bjarki Sigurðs- son í fyrsta sæti með 82 stig. Í næstu sæt- um komu Gústaf Ásgeir Hinriksson, með 72,5 stig, Saga Melbin, með 51,0 stig, Birgitta Bjarnadóttir, með 51,0, stig og Rakel Natalie Kristinsdóttir með 51,0 stig. Í töltkeppni í unglingaflokki varð Sara Sigurbjörnsdóttir á Hálfmána frá Skrúð í fyrsta sæti með 6,70, Edda Hrund Hinriks- dóttir á Skrekk frá Hnjúkahlíð varð önnur með 6,67 og Arnar Bjarki Sigurðsson á Kamban frá Húsavík þriðji með 6,63. Í b-úrslitum hlaut Andri Ingason á Orku frá Þverárkoti 6,67, Kári Steinsson á Spyrni frá Grund 6,39, og Hekla Kristinsdóttir á Freymóði frá Feti 6,22. Í a-úrslitum hlaut Gústaf Ásgeir Hinriks- son á Naski frá Búlandi 7,00 í einkunn, Arnar Bjarki Sigurðsson á Kamban frá Ómar Ragnarsson hlaut umhverfis- verðlaun UMFÍ og Pokasjóðs Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs voru afhent 15. júlí sl. í Nauthól í Naut- hólsvík. Það var hinn þjóðkunni Ómar Ragnarsson sem hlaut verðlaunin að þessu sinni, fyrir baráttu sína fyrir vernd- un náttúru Íslands. Í því tilefni var afhjúpaður minnisvarði á sjötugsafmæli Ómars þann 16. septem- ber en að ósk Ómars var honum valinn staður við Útvarpshúsið við Efstaleiti. Það voru formaður UMFÍ, Helga G. Guðjóns- dóttir, og Ómar sjálfur sem afhjúpuðu minnisvarðann. Við úthlutunina í Nauthólsvík var styrkj- um úr Pokasjóði úthlutað og voru það rúmlega fimmtíu aðilar sem fengu styrki að þessu sinni, samtals að upphæð kr. 50.000.000. UMFÍ hlaut kr. 2.000.000 í styrk í umhverfisverkefnið Hreint land, fagurt land sem hugsað er sem þjóðþrifaverk- efni til þriggja ára þar sem áhersla er lögð á að ná fram hugarfarsbreytingu hjá MEISTARADEILD UMFÍ Í HESTAÍÞRÓTTUM: Húsavík 7,00, og Sara Sigurbjörnsdóttir á Hálfmána frá Skrúð 6,94. Í 100 metra skeiði varð Gústaf Ásgeir Hinriksson á Fálka frá Tjarnarlandi fyrstur á 5,89, Andri Ingason á Glampa frá Hömr- um annar á 5,97, og Birgitta Bjarnadóttir á Vatnari frá Gullberastöðum þriðja á 6,12. Þess má geta að árangur Gústafs Ásgeirs er athyglisverður, hann er lang- yngstur keppenda en hann fermdist í vor. „Keppnin gekk alveg ljómandi vel og það var virkilega gaman og spennandi að fylgjast með krökkunum í þessari loka- keppni. Það var gott að klára þetta en við höfum þurft að fresta keppni frá því í apríl í vor þegar hestapestin gerði vart við sig. Það sáust mörg góð tilþrif og margir efni- legir knapar eru að koma fram í sviðs- ljósið. Þessir krakkar eiga svo sannarlega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni,“ sagði Arndís Pétursdóttir, einn af skipu- leggjendum keppninnar. almenningi í því að henda ekki rusli úti í náttúrunni eða í sínu nánasta umhverfi. Efri mynd: Við afhendingu Umhverfisverð- launa UMFÍ og Pokasjóðs í blíðviðrinu í Nauthólsvík. Neðri mynd: Minnisvarðinn afhjúpaður við Útvarpshúsið á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar. Verðlaunahafar í síðustu mótaröð meistaradeildar UMFÍ í hesta- íþróttum í Rangárhöllinni við Hellu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.