Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni HSÞ opnaði nýja heimasíðu á tjarnarbakkanum Ný og endurbætt heima- síða HSÞ var opnuð 15. sept- ember sl. við tjörnina á Laugum í Reykjadal. Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþrótta- kona úr Umf. Bjarma, opnaði síðuna. Heimasíðunni er ætlað að auka upplýs- ingastreymi til umheimsins um starfsemi HSÞ, aðildarfélög þess og félagsmenn og einnig innbyrðis á milli þessara aðila. Þar er að finna upplýsingar um uppbyggingu og skipulag HSÞ ásamt ýmsum hagnýtum atriðum. Heimasíðan á þannig að gera sambandið að sterkari heild, allt frá Bakkafirði vestur á Grenivík. Hún mun auðvelda og styrkja starfið, samfélaginu til heilla. Síðuna hannaði Ingólfur Sigfús- son. Slóðin er www.hsth.is og bráðum www. hsþ.is. Við sama tækifæri var undirritaður eins árs samstarfssamningur við KEA sem er einn af aðalstyrktaraðilum HSÞ eins og verið hefur undanfarin ár. Verður styrkn- um veitt í nýstofnaðan afreksmannasjóð HSÞ. Þær Ásta Guðný Kristjánsdóttir frá UÍA heimsækir aðildarfélög sín Nú í vetur stefna formað- ur og framkvæmdastjóri UÍA á að heimsækja sem flest aðildarfélaga sinna með það að markmiði að kynnast starfsemi þeirra betur og kynna það starf og þann samstarfsvettvang sem UÍA hefur upp á að bjóða. Á dögunum voru Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði og Hestamanna- félagið Geisli sótt heim. Elín Rán Björns- dóttir, formaður UÍA, Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri og Gunnar Gunnars- son ritari áttu góðan fund með formönn- um og stjórnarmönnum félaganna tveggja. Þrátt fyrir að lítið hafi verið um skipu- lagða starfsemi á vegum félaganna að undanförnu skipa þau fastan sess í íþrótta- og menningarlífi á Breiðdalsvík. Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði heldur meðal annars árlegt 17. júní-hlaup auk þess sem lið þess sigraði Launaflsbik- arinn í knattspyrnu síðastliðið sumar. KEA og Jóhanna Kristjánsdóttir, for- maður HSÞ, undirrituðu samninginn. En hvers vegna á tjarnarbakkanum á Laugum? Jú, fyrir hartnær hundrað árum áttu þingeyskir ungmennafélagar hug- myndina um Héraðsskólann á Laugum. Hún kom fram á fundi ungmennafélags- ins Eflingar í Reykjadal árið 1911 og strax eftir stofnun gamla HSÞ 1914 varð skól- inn helsta baráttumál sambandsins. Málið vakti brennandi áhuga meðal þingeyskra ungmennafélaga sem hófu almenna fjár- söfnun til skólans. Þar lögðu margir fram af litlum efnum en góðum hug. Um 1920 höfðu safnast 20 þúsund krónur sem var mikið fé. Þar fyrir utan lagði HSÞ fram úr eigin sjóðum allt sem það gat við sig losað og þegar bygging skólans hófst lögðu ungmennafélagar fram mikla sjálfboðavinnu. Hann var reist- ur á árunum 1924–25 og hóf starfsemi haustið 1925. Hann var fyrsti skólinn sem byggður var þar sem heitt vatn var að finna og varð fyrirmynd annarra héraðs- skóla. Allar götur síðan hefur HSÞ átt stóran þátt í uppbyggingu staðarins á Laugum og þar liggja mörg handtök ungmenna- félaga. Þannig er saga HSÞ og Lauga sam- ofin. Staðarvalið á tjarnarbakkanum var einnig tímans tákn, það er hægt að opna heimasíðu hvar sem er! Ný heimasíða HSÞ opnuð á tjarnarbakkanum að Laugum Ásta Guðný Kristjánsdóttir, frá KEA, og Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, undirrita samstarfssamninginn. Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir (UÍA), Hrafnkell Hannesson, Helga Hrönn Melsteð (Hrafnkeli Freys- goða) og Helga Svanhvít Þrastar- dóttir (Geisla). Einnig voru á fundinum Gunnar Gunnarsson (UÍA) og Gunnlaugur Stefánsson (Geisla). Frá vinstri: Gunnar Geirsson, Ólafur Atli Sig- urðsson, Bylgja Þráinsdóttir (Leikni), Berglind Agnarsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir (UÍA), Hafdís Rut Pálsdóttir (Leikni), Gunnar Jónsson (UÍA) og Steinn Jónasson (Leikni).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.