Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Börnum og unglingum, sem æfa íþróttir, stundum oft og lengi í einu, er ráðlagt að mæta þörfinni fyrir meiri næringu (þ.m.t. aukinni orkuþörf) með því að borða fjölbreyttan mat í samræmi við orkuþörf. Þannig eiga þau einnig að geta fengið næringarefnin sem þau þarfn- ast. Undantekning frá þessu er þó D-vítamín, því fáar fæðutegundir eru góðir D-vítamín- gjafar, og þess vegna er ráðlagt að taka eina teskeið (5 ml) af þorskalýsi (krakkalýsi) daglega. Viðbótarprótein: Fæða íslenskra barna og unglinga er að öllu jöfnu próteinrík og því er engin þörf á að þau neyti viðbótarpróteins í formi próteindufts eða próteinstanga. Þau prótein hafa ekki neina kosti fram yfir prótein úr matnum en góðir próteingjafar eru fiskur, kjöt, mjólkurvörur, hvers konar hnetur, baunir og fræ. Það hefur engan ávinning í för með sér að borða umframmagn próteina, þau nýt- ast ekki í annað en orkuforða og ofneysla þeirra getur verið skaðleg heilsunni. Börn og ungmenni sem stunda íþróttir... Þurfa ekki að neyta viðbótarpróteins í formi próteindufts eða próteinstanga – borða heldur fjölbreytt fæði. Þurfa ekki íþróttadrykki, – þynntur ávaxtasafi getur gert sama gagn. Orkudrykkir henta börnum alls ekki, þeir gera verið varhugaverðir, – drekka heldur vel af vatni. Vatn er besti svaladrykkurinn Vatn: Lögð er áhersla á að börn og ungmenni drekki vatn við þorsta – hollasta svaladrykkinn. Mikilvægt er að drekka vel af vatni fyrir og eftir æfingar og meðan á þeim stendur. Íþróttadrykkir: Ástæðulaust er að gefa börn- um og ungmennum íþróttadrykki. Þeir sem æfa lengur en 90 mínútur í einu gætu þurft á aukanæringu að halda í drykkjarformi og fyrir þennan hóp er bent á að 100% hreinn ávaxtasafi þynntur með vatni getur komið í stað íþróttadrykkja. Orkudrykkir: Orkudrykkir innihalda örvandi efni, m.a. koffín, og henta því börnum alls ekki. Slíkir drykkir geta haft ýmis óæskileg áhrif sem börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir. Sérstaklega er varhugavert að drekka þá samhliða mikilli líkamlegri áreynslu. Sykraðir svaladrykkir: Forðast ætti að drekka gosdrykki og sykraða svaladrykki í tengslum við keppnisferðir og íþróttaæfingar. Hitaeiningainnihald þessara drykkja er hátt en næringargildi nánast ekkert auk þess sem sykurinn getur valdið tannskemmdum. Að auki eyða ávaxta- og rotvarnarsýrur í drykkj- unum glerungi tannanna. Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirs- dóttir, verkefnisstjórar næringar hjá Lýðheilsustöð. Mataræði barna og ungmenna sem stunda íþróttir: Börn og unglingar í íþróttum – hvaða næringu þurfa þau? Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Norðurfj örður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi Hvammstangi Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Blönduós Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Sauðárkrókur Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarfl öt 1 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur, Skagafi rði Akureyri Haukur og Bessi tannlæknar Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi, við Mýrarveg Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Blikkrás ehf., Óseyri 16 Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Grenivík Stuðlaberg útgerð ehf., Ægissíðu 11 Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel, Þingeyjarsveit Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Sparisjóður Suður–Þingeyinga, Kjarna, Laugum Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15 Vopnafj örður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Ljósaland ehf., verktakafyrirtæki, Háholti 3 Egilsstaðir Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 25 Þ.S. verktakar ehf., Miðási 8–10 Seyðisfj örður Seyðisfj arðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Eskifj örður Eskja hf., Strandgötu 39 Stöðvarfj örður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð Höfn í Hornafi rði Skinney – Þinganes hf., Krossey Þrastarhóll ehf., Kirkjubraut 10 Selfoss Búnaðarfélag Villingaholtshrepps , Syðri-Gróf Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Grímsneshreppur og Grafningshreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Í hófi, sem sveitarfélagið Borgarbyggð efndi til eftir setningu Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi, var Ásdís Helga Bjarna- dóttir sæmd gullmerki Ungmennafélags Íslands. Það var Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, sem sæmdi Ásdísi Helgu merkinu. Helga Guðrún sagði í ræðu sinni af þessu tilefni að Ásdís Helga væri vel að þessu heiðri komin en hún hefði unnið góð störf fyrir hreyfinguna. Ásdís Helga var í stjórn UMFÍ um tíma og gegndi m.a. embættum ritara og varaformanns. Hún hefur ennfremur unnið lengi innan Ung- mennasambands Borgarfjarðar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ásamt Ásdísi Helgu Bjarnadóttur. Ásdís Helga sæmd gullmerki UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.