Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 8
126 Æ G I R inn liggar lengi. Mér er það hinsvegar ljóst að það eru miklir erfiðleikar á því að koma slíkri kælingu á almennt, sér- staklega meðal smáútgerðarmanna. Og þó ætli þetta smámsaman að vera þeim kleyft lika. Viðast hvar eru geymsluhús þeirra fyrir fisk óviðunandi, og þar sem fé- lagsskapur um fisksölu er nú í flestum veiðistöðvum, þá virðist augljóst að sam- eiginleg fiskgeymsluhús eru að verða nauðsyn í hverju plássi, enda er víða vaknaður áhugi fyrir þessu. En þegar sameiginleg fiskgeymsluhús eru komin upp, þá geta allir haft not af kæliklef- um sem settir væru upp í samhandi við húsin. Og vel mætti svo fara að önnur þessi nauðsyn ýtti undir hina. Eg hef hér drepið á þessa kælihug- mynd mina í því skyni að vekja áhuga fyrir henni, en ég er ekki svo hjartsýnn að ég húist við almennum framkvæmd- um á henni strax. Það þarf líka fyrst að gera tilraun, til þess að rannsaka á- gæti hennar, og fá vitneskju um kostn- aðinn. En meðan hún er ekki komin lengra áleiðis verða menn, á annan hátt, að koma í veg fyrir að fiskurinn gulni eða skemmist af jarðslaga; þar sem reynzlan hefur líka sýnt að þetta getur vel tekist. Það ætti helzt aldrei að taka fisk sam- an eftir heita þurkdaga, fyr en hann hefur kólnað nokkuð eftir að sól fór að lækka á lofti. En það er.ekki auðvelt að koma þessu við alltaf. Veðrátta gelur gert það ómögulegt, t. d. þegar rigning fer að. En oft er þessu ekki sint, þó það sé vel hægt. Hér á Suðurlandi og víð- ast þar sem fiskverkun fer fram í stór- um stíl, leggja menn kapp a að vera húnir að taka fiskinn saman fyrir kl. 6 á kveldin, til þess að forðast eftirvinnu. En þetta þ}Tðir það tvennt, að mikið af fiskinum er komið í stakk um heitasta tíma dagsins og þar að auki tapast dag- lega tvær klukkustundir af heppilegasta þurktímanum. Stærsta fiskverkunarstöð- in á ísafirði tók upp þann hátt í fyrra, að byrja á samantekningu tveimur kl.- stundum seinna en venja hafði verið undanfarin ár, og eigandi fisksins taldi þetta talsverðan hagnað. Aukakostnaður vegna yfirvinnu hefði að vísu orðið 50— 60 aurar á hvert skipd., en gegn því kæmi eins dags sparnaður í þurkun full- verkaðs fisks og þess utan betri kæling- arskilyrði. Mér finnst, að menn gætu tekið upp þennan vinnuhátt viðar. Eg skal að vísu játa það, að þó fisk- ur sé tekið dálítið heitur saman, þarf það ekki að valda neinu varanlegu tjóni, ef hann er breiddur bráðiega aftur eða kældur með umslökkun; en þetta gleym- ist oft eða veðrátta getur hindrað það, að þessu verði komið við. En það sem er allra hættulegast og verst í þessu efni, er þegar ókældum fiski er hlaðið í hús til geymslu. Ef ekki er svalt veður, og ef fiskinum er ekki hlaðið upp úti eftir síðustu breiðslu, þá er nauðsynlegt að umstafla honum mjög bráðlega (eftir 2—3 daga) og velja til þess sem svalast loft. Ef ekki er kostur á slíku veðri, þá verður að endurtaka umstöflunina eftir þörfum. Bezt er að láta fiskinn kólna í þunnum görðum eða röðum á pakkhúsgólfi áður en hon- um er hlaðið upp. En annars er erfitt að gefa nokkrar fastar reglur um kæl- ingu á þenna hátt; hér er mest komið undir nákvæmni þeirra manna, sem ann^ ast verkun og geymslu fisksins. Aðalat- riðið er að þeir viti um ástand hans og veðráttunnar, sem hver fiskstakkur var þurkaður í, og hagi sér eftir því með umstöílun, eða kælingu á annan hátt, Það er alþekkt að fiskur, sem er þurk- aður í kaldri veðráttu, hefur ekkert gott

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.