Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1936, Side 8

Ægir - 01.06.1936, Side 8
126 Æ G I R inn liggur lengi. Mér er það hinsvegar ljóst að það eru miklir erfiðleikar á því að koma slíkri kælingu á almennt, sér- staklega meðal smáútgerðarmanna. Og þó ætti þetta smámsaman að vera þeim kleyft líka. Yíðast livar eru geymsluhús þeirra fyrir fisk óviðunandi, og þar sem fé- lagsskapur um fisksölu er nú í flestum veiðistöðvum, þá virðist augljóst að sam- eiginleg fiskgeymsluhús eru að verða nauðsyn í liverju plássi, enda er víða vaknaður álnigi fyrir þessu. En þegar sameiginleg fiskgeymsluhús eru komin upp, þá geta allir haft not af kæliklef- um sem settir væru upp í sambandi við húsin. Og vel mætti svo fara að önnur þessi nauðsyn ýtti undir hina. Eg hef hér drepið á þessa kælihug- mynd mína í því skyni að vekja áhuga fyrir henni, en ég er ekki svo bjartsýnn að ég búist við almennum framkvæmd- um á henni strax. Það þarf líka fyrst að gera tilraun, til þess að rannsaka á- gæti hennar, og fá vitneskju um kostn- aðinn. En meðan hún er ekki komin lengra áleiðis verða menn, á annan liátt, að koma í veg fyrir að fiskurinn gulni eða skemmist af jarðslaga; þar sem reyn/lan hefur líka sýnt að þetta getur vel tekist. Það ætti hel/t aldrei að taka fisk sam- an eftir lieita þurkdaga, fyr en hann hefur kólnað nokkuð eftir að sól fór að lækka á lofti. En það er ekki auðvelt að koma þessu við alltaf. Veðrátta geturgert það ómögulegt, t. d. þegar rigning fer að. En oft er þessu ekki sint, þó það sé vel hægt. Hér á Suðurlandi og víð- ast þar sem fiskverkun fer fram í stór- um stíl, leggja menn kapp á að vera búnir að taka fiskinn saman fyrir kl. 6 á kveldin, til þess að forðast eftirvinnu. En þelta þýðir það tvennt, að mikið af fiskinum er komið í stakk um lieitasta tíma dagsins og þar að auki tapast dag- lega tvær klukkustundir af heppilegasta þurktímanum. Stærsta fiskverkunarstöð- in á ísafirði tók upp þann hátt í fyrra, að hyrja á samantekningu tveimur kl.- stundum seinna en venja hafði verið undanfarin ár, og eigandi fisksins taldi þetla talsverðan hagnað. Aukakostnaður vegna yfirvinnu hel'ði að vísu orðið 50— 60 aurar á hvert skipd., en gegn því kæmi eins dags sparnaður í þurkun full- verkaðs fisks og þess utan betri kæling- arskilyrði. Mér finnst, að menn gætu tekið upp þennan vinnuhátt viðar. Eg skal að vísu játa það, að þó fisk- ur sé tekið dálítið heitur saman, þarf það ekki að valda neinu varanlegu tjóni, ef hann er breiddur hráðiega aftur eða kældur með umstökkun; en þetta gleym- ist oft eða veðrátta getur liindrað það, að þessu verði komið við. En það sem er allra hættulegast og verst í þessu efni, er þegar ókældum fiski er hlaðið í hús til geymslu. Ef ekki er svalt veður, og ef fiskinum er ekki ldaðið upp úti eftir síðustu breiðslu, þá er nauðsynlegt að umstafia honum mjög ])ráðlega (eftir 2—3 daga) og velja til þess sem svalast loft. Ef ekki er kostur á slíku veðri, þá verður að endurtaka umslöflunina eftir þörfum. Be/t er að láta fiskinn kólna í þunnum görðum eða röðum á pakkhúsgólfi áður en hon- um er hlaðið upp. En annars er erfitt að gefa nokkrar fastar reglur um kæl- ingu á þenna hátt; hér er mest komið undir nákvæmni þeirra manna, sem ann- ast verkun og géymslu fisksins. Aðalat- riðið er að þeir viti um ástand lians og veðráttunnar, sem hver fiskstakkur var þurkaður í, og hagi sér eftir því með umstöflun, eða kælingu á annan hátt, Það er alþekkt að fiskur, sem er þurk- aður i kaldri veðráttu, hefur ekkert gott

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.