Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 6
172 Æ G I R inginn í báti þeim, sem liann hefur farið með. Upphaflega var Pétur Oddsson kaupmaður í Bolungavík, meðeignar- maður hans að 4% rúml. hát, er hct „Frægur“. Síðan eignaðist Magnús annan „Fræg“, sem liann fer með nú, og er sá hátur 8 rúml. að stærð. Þennan bát hefur Falur Jakobsson bátasmiður i Bolunga- vík smíðað. En meðeigandi Magnúsar nú er Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungavík. Síðan Magnús hóf formennsku hefur hann jafnan stundað sjó allt árið. Má telja hann með aflasælustu og heppn- ustu formönnum, er ýtt liafa á flot úr Bolungavík. Hann hefur í fjöldamörg ár verið aflakóngur Bolungavíkur og alltaf skilað meira en meðalhlut. Þá er og eigi síður verl að geta þess, að hon- um hefur oftast tekizt að skila meira verðmæti miðað við tilkostnað og afla- magn en flestum öðrum. Magnús er manna vinsælastur, ekki einungis meðal starfsbræðra sinna held- ur og annarra, er af honum liafa kynni. Þykja fáir jafn viðbragðsfljótir og fúsir til ferða, ef á þarf að lialda, og einmitt hann. Okkur — Vestfirðingum mundi þykja vel skipað það rúm, er í væri jafn- irigi Magnúsar, og við vonum, að hans líkum fjölgi en fækki ekki. Þótt Magnús hafi þegar lokið miklu og gagnlegu starfi í þágu framleiðslunnar i landinu, vona ég, að hann eigi miklu eftir ólokið, þvi að enn er liann ekki nema rösklega mið- aldra, og ekki sér þess vott, að sá guli sé farinn að fælast hann. Z. Matthías Þórðarson, fyrrv. ritstjóri, sjötugur. Matthías Þórðarson. Hinn 1. júlí s. 1. varð Mattlnas Þórðar- son, búsettur í Kaupmannahöfn, 70 ára, og má ekki jninna vera, en að lians sé getið í Ægi, er hann stofnaði árið 1905. Kom fyrsta tölublað hans út í júlímán- uði það ár. Margt liefur á dagana drifið fyrir Matthíasi, og í stuttri hlaðagrein er ó- mögulegt að telja það upp, og einnig er það svo, að hetra er að hafa dálítið sam- tal við þann, sem skrifað er um, hvað helzt skyldi minnast á, liverju sleppa o. s. frv., en þess er eigi kostur, þar sem Matthías er búsettur í Danmörku, og lík- lega enginn eða fáir hér á landi munu hafa liaft samhand við liann eða frétt af honum síðan 1940. I 1. hefti Ægis í júlí 1905 telur Matth- ías, að „landhúnaðurinn sé aðalatvinnu- vegur landsmanna, en til þess að hann geti þróazt sem mest, þurfa fiskveiðar landsmanna að eflast“, og að því að svo mætti verða, hefur Matthías unnið, svo að segja allt sitt líf. Matthias Þórðarson var forseti Fiski- Franili. á bls. 180.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.