Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 7
Æ G I R 173 \\ 3 V\ O VéUH? 1» S& V\W N\ gggjgjg R&Upk ^ iispr 1* IlL Um mótora. I. Árið 1902 hefst nýr kapítuli í sögu ís- lenzkra fiskveiða, með því !að hingað til lands er fluttur fjTrsti bátamótorinn og settur í íslenzkan fiskibát. Kaupandi mótorsins var Árni Gíslason útgerðar- maður á ísafirði, er þá átti opinn róðr- arhát, er hann setti mótorinn í. Mótorinn var auðvitað ekki stór, 2 hestafla 4-geng- is Möllerup, en hann var nógu marg- brotinn til þess, að erfitt reyndist í fyrstu að stjórna honum, enda þekking manna þá af skornum skammti sem vonlegt var. Smátt og smátt fjölgaði vélunum og auðvitað tegundunum líka, en þær voru þó hver annarri líkar, allt 4-gengis lág- þrýstivélar með glóðarhaus. Þeim vélum var fremur auðvelt að halda gangandi, svo að vélstjórum tókst vonum framar, °g mælikvarðinn á hæfni vélstjóranna var þá, live lengi þeir gætu látið mótor- lnn „skrölta“. Um eldsneytis- og smurn- ingseyðsluna var lítið hugsað. Vélarnar voru heldur ekki stórar og kapphlaupið um vélastærðina i bátunum ekki byrjað þá, svo að minna bar á eyðslunni, en borin saman við afl mótoranna var hún óstjórnlega mikil. Þetta gekk svona til i nokkur ár, en þá kom ný gerð mótora til sögunnar. Það voru hinir svonefndu 2-gengis miðþrýsti- mótorar með glóðarhaus, sem þá voru oftast nefndir „ventlalausir mótorar“. 1 fyrstu gengu þessir mótorar ekki vel, vélamennirnr áttu mjög erfitt pieð að setja sig inn í mismuninn á gangi og um- hirðu þeirra og hinna gömlu lágþrýsti- mótora, og um tima var svo komið, að jieir, sem erfiðast áttu með þá, höfðu á orði, að þeir væru manndrápsverkfæri, og líklega hefðu menn hér á landi alveg hætt að nota þá, ef verksmiðjurnar hefðu ekki að miklu leyti hætt að smiða 4- gengismótora og snúið sér með alvöru að smíði þessara 2-gengismótora. Vél- fræðiþekking manna hér á landi fór líka vaxandi. Fiskifélag Islands liafði komið á föt kennslu í vélfræði, sem samhliða reynslunni skapaði mönnum skilyrði til þess að skilja þessa nýju gerð mótora og hirða þá; en þó kom hrátt í ljós, að ef miðað var við aflframleiðslu, voru þessir mótorar fyrirferðarminni, léttari, sparneytnari og í raun og veru einfald- ari en gömlu 4-gengismótorarnir. Með öðrum orðum, þeir voru fullkomnari, en þar af leiddi, að þeir þurftu miklu ná- kvæmari umhirðu og viðhald. Þetta lærðist, og meðferð þessara mótora virt- ist ganga æ betur með hverju ári sem leið, eftir þvi sem menn vöndust þeim og þekkingin óx.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.