Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 9
Æ G I R 175 um er mönnum þó áreiðanlega nokkur vorkunn í þessum efnum, því að nú er oft ókleift að fá þær vélar, sem menn helzt óska, en taka verður með þökkum allt sem fæst, til þess að halda flotanum gangandi, hversu óhagkvæmt sem það kann að vera. En þegar tímarnir breytast aftur til hatnaðar, verða útgerðarmenn hreint og heint, ef vel á að fara, að mynda með sér samtök um land allt um „standard" gerð og lögun á fiskibátum og stærð og gerð véla í þá. Þessa eru útgerðarmenn vel megnugir, og það ætti í raun og veru að vera komið í kring fyrir löngu, en geri þeir það ekki, verður hið opinbera að taka i taumana og blátt áfram ákveða þetta meg lögbundnum reglum, þótt það e- t. v. væri kölluð þvingunarráðstöfun, en hún væri nausðynleg, því það ástand, sem nú er í iþessum efnum, getur ekki staðizt lengur en óhjákvæmilegt er vegna yfirstandandi ófriðar, því að þessu stríði loknu er nokkurn veginn víst, að útgerð- m þarf á fyllstu sparneytni og hagsýni að halda, ef vel á að fara. Þ. L. Bjarni Þorkelsson, skipasmiður. Það mun máske þykja með nokkruin olikindum að birta minningargrein um látinn mann í þessum bálki. Svo er þó ekki, hvað snertir Bjarna Þorkelsson, eins og siðar mun sýnt fram á. Bjarni var fæddur að Ásum í Skaftár- tungu 24. jan. 1858. Foreldrar hans voru Þorkell Eyjólfsson, prestur, og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir. Á öðru ári fluttist Bjarni með foreldrum sínum a'ð Rorg á Mýrum og ólst þar upp, þar til hann flutti með þeim að Stað á Öldu- Wgg árið 1875. Til þess var ætlað í öndverðu, að Bjarni Þorkelsson. Bjarni gengi menntaveginn, sem kallað var, cn hann tók fyrir það á allan hátt, enda mun hann fljótt hafa orðið þess áskynja, að eðlishneigð hans beindist einfarið að verklegri efnum. Hann nam í fyrstu söðlasmíði, en eigi leizt honum að stunda þá iðn. Tók hann þá að fást við bátasmíði og reyndist í þeim efnum, að dómi þeirra, er skyn báru á, eigi síðii en aðrir innlendir menn, er bezt höfðu lært þann starfa. Stundaði hann skipa- smíðar í tugi ára, fyrst á Snæfellsnesi, og síðar i Reykjavík og á Akureyri. Eigi veit ég náið tölu þeirra báta og skipa, er Bjarni smíðaði eða sá um smiði á, en það þykist ég mega fullyrða, að þeir hafi ekki verið færri en 400. Bjarni hafði hinn mesta áhuga á starfi sínu og lagði sig mjög fram um ,að nema og notfæra sér, að svo miklu leyti, sem ástæður leyfð'u, þær tæknislegu breyt- ingar, sem urðu i þessari iðn. Er hann var rösklega miðaldra orðinn, kom það í hans hlut, að verða einn af forvigis- mönnum hinna miklu söguskila í sjávar- útvegi vorum, er hófust með því, að farið var að setja vélar í fiskibáta. Hann var fyrsti umboðsmaður fiskibátavéla á Is- landi og hafði umboð fyrir Möllerup- verksmiðjuna i Danmörku. Þá mun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.