Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1942, Page 9

Ægir - 01.07.1942, Page 9
Æ G I R um er mönnum þó áreiðanlega nokkur vorkunn í þessum efnum, þvi að nú er oft ókleift að fá þær vélar, sem menn helzt óska, en taka verður með þökkum allt sem fæst, til þess að halda flotanum gangandi, hversu óhagkvæmt sem það kann að vera. En þegar tímarnir breytast aftur til l)atnaðar, verða útgerðarmenn hreint og i>eint, ef vel á að fara, að mynda með sér samtök um land allt um „standard“ gerð og lögun á fiskibátum og stærð og gerð véla í þá. Þessa eru útgerðarmenn vel megnugir, og það ætti í raun og veru að vera komið i kring fyrir löngu, en geri þeir það ekki, verður hið opinbera að taka í taumana og blátt áfram ákveða þetta með lögbundnum reglum, þótt það e- t. v. væri kölluð þvingunarráðstöfun, en hún væri nausðynleg, því það ástand, sem nú er í þessum efnum, getur ekki staðizt lengur en óhjákvæmilegt er vegna vfirstandandi ófriðai*, því að þessu stríði loknu er nokkurn veginn víst, að úlgerð- ui þarf á fyllstu sparneytni og hagsýni að halda, ef vel á að fara. Þ. L. Kjarni Þorkelsson, skipasmiður. Það mun máske þykja með nokkrum ólíkindum að hirta minningargrein um látinn mann i þessum bálki. Svo er þó ekki, hvað snertir Bjarna Þorkelssoji, eins og síðar mun sýnt fram á. Bjarni var fæddur að Ásum í Skaftár- tungu 24. jan. 1858. Foreldrar lians voru Þorkell Eyjólfsson, prestur, og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir. Á öðru ári fluttist Bjarni með foreldrum sínum að Borg á Mýrum og ólst þar upp, þar til hann flutti með þeim að Stað á Öldu- Brygg árið 1875. lil þess var ætlað i öndverðu, að 175 Bjarni Þorkelsson. Bjarni gengi menntaveginn, sem kallað var, cn hann tók fyrir það á allan hátt, cnda mun liann fljótt hafa orðið þess áskynja, að eðlishneigð hans heindist einfarið að verklegri efnum. Hann nam í fvrstu söðlasmíði, en eigi leizt honum að stunda þá iðn. Tók hann þá að fást við bátasmíði og reyndist i þeim efnum, að dómi þeirra, er skyn báru á, eigi síðri en aðrir innlendir menn, er bezt höfðu lært þann starfa. Stundaði hann skipa- smíðar i tugi ára, fyrst á Snæfellsnesi, og siðar í Reykjavik og á Akureyri. Eigi veit ég náið tölu þeirra báta og skipa, er Bjarni smíðaði eða sá um smiði á, en það þykist ég mega fullyrða, að þeir liafi ekki verið færri en 400. Bjarni hafði liinn mesta áhuga á starfi sínu og lagði sig mjög fram um að nema og notfæra sér, að svo miklu leyti, sem ástæður leyfð’u, þær tæknislegu breyt- ingar, sem urðu í þessari iðn. Er hann var rösklega miðaldra orðinn, kom það í hans hlut, að verða einn af forvígis- mönnum hinna miklu söguskila í sjávar- útvegi vorum, er hófust með því, að farið var að setja vélar í fiskibáta. Hann var fyrsti umboðsmaður fiskibátavéla á ís- landi og hafði umboð fyrir Möllerup- verksmiðjuna i Danmörku. Þá mun

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.