Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 12
klefa og lestarnar. Voru hlerar þegar settir yfir afturlest, en höfðu áður verið settir yfir framlest. Lét skipstjóri siðan vélina liafa fulla ferð áfram, íneð stýrið á bakborða, til að fá skipið upp að vindi, en þegar það vantaði ca. 2 strik, eða 20° —30° upp í vind, þá var kallað til skip- stjóra úr bátunum, að nótin væri komin að skrúfunni. Ilringdi hann þá þegar niður i vélarúmið á „stop“. En skipið Iiélt þegar áfram að leggjast á bak- borðshlið og lá brátt á möstur. Gengu þá skipverjar þeir, sem um borð voru, niður síðuna, er var orðin lárétt í sjón- um, og gátu þaðan stokkið ofan í sína báta, og svo úr þeim í báta „Ólafs Bjarnasonar". Frá því skipið byrjaði að hallast og þar til það var horfið, liðu ca. 2,5—3 mínútur. Skilrúmunum í lestunum var hagað þannig, að í miðlestinni voru járnstyttur með meters millibili og skotborð milli þeirra stytta, og voru borðin svo hátt, sem fölsin náðu. Lensportið á lunning- unni var í lagi, en þó lokað, og þegar skipstjóri gaf skipun um að lyfta því upp, hafði hallinn aukizt svo, að það tókst ekki. En annars voru járnrimlar annars staðar. Skipstjóri var með skip þetta eitt ár eftir að ný vél (dieselvél) var sett í það, og kveðst hann við breytinguna hafa orðið þess var, sérstaklega á undanhaldi, að skipið hafi þolað illa hliðarsjó og lagzt þá mjög jnikið, þannig að ekki var öruggt að fara nema hálfa ferð, ef nokk- uð var að veðri. Þessi breyting á skipinu varð eftir að gufuvélin var tekin úr skipinu og dieselvél sett í staðinn. En skipstjóri tekur þó fram, að liann hafi elcki talið, að nein hætta væri á ferðum og að skipið færi líkt í sjó og margir togarar gera. Með gufuvélinni liafi skipið haft snöggar og tíðar veltur, en með dieselvélinni hægar og sígandi og fór dýpra niður. Þegar skipt var um vél i skipinu, var sementssteypan tekin úr botni þess, sem var undir katlinum, það er öllu því rúmi, sem gert var að aftur- lest. Steypan, sem tekin var úr, áætlar skipstjóri að hafi minnsta kosti verið 15 smálestir. Skipstjóri gat þess enn fremur, að við löndun hafi borið mjög á því, að skipið væri „krankt“. Þegar slysið var, telur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.