Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 15
Æ G I R 181 Aukning síldarverksmiðjanna. Alltaf þegar síldveiði er umfram með- allag, virðast þeir, sem síldveiðimálun- um stjórna, taka kipp, og' telja þá sjálf- sagt að jbæta við nýjum verksmiðjum, svo að unnt sé að taka á móti þeirri síld, ec á land berst, án þess að til löndunar- stöðvunar þurfi að koma hjá fiskiflol- anum. Einn slíkan kipp liefur stjórn sildarverksmiðja ríkisins tekið nú, og er ekkert nema gott um það að segja, þótt hitt hefði að flestra dómi verið æski- iegra, að hún hefði meira lært af reynslu undanfarinna ára, og verið húin að færa sér liana hetur í nyt þegar hér kom sögu, heldur en raun liefur á orðið. Stjórn síldarverksmiðjanna hefur und- anfarið rætt um möguleika fyrir aukn- ingu verksmiðjanna, og hefur náðst sam- komulag um eftirfarandi tillögu: „Þar eð Istjórn síldarverksmiðja ríkis- ins og framkvæmdarstjóri eru sammála um, að mikil þörf sé fyrir fleiri síldar- verksmiðjur í landinu, þá samþykkir ^ún að fara fram á við ríkisstjórnina og Alþingi, að veilt verði eftirfarandi heim- dd til handa síldarverksmiðjum ríkisins: Síldarverksmiðjur ríkisins hyggi nýjar verksmiðjur með 30 þúsund mála af- köstum á sólarhring, svo fljótt sem á- stæður leyfa og á eftirtöldum stöðum: a- Á Siglufirði 10 þúsund mála verk- smiðju. h- Á Raufarhöfn 5 þúsund mála verk- smiðju. c- A Húsavík 10 þúsund mála verk- smiðju. d. Á Skagaströnd 5 þús. mála verk- smiðju. Um tvær hinar siðasttöldu sé hygging hundin því skilyrði, að hafnarbætur verði framkvæmdar, og nægjanlega stór- ar lóðir fáist með liagkvæmum kjörum. Jafnframt fer stjórn síldarverksmiðja ríkisins fram á, að Alþingi heimili henni að taka lán með ríkisábyrgð, allt að 25 milljónir króna til byggingar liinna nýju verksmiðja. Lánið eða liluti þess skal boðið út með samþykki ríkisstjórnar- innar, þegar fullnaðar kostnaðaráætlun um byggingu hinna einstöku verksmiðja er fyrir hendi.“ Stjórn verksmiðjanna hefur þegar farið til Skagastrandar og Húsavíkur, og liafa hafnarstjórnir og hreppsnefndir þessara staða lofað endurgjaldslausri ]óð undir verksmiðjurnar og athafna- svæði þeirra. Auk þeirrar aukningar, sem liér er gert ráð fyrir í tillögum stjórnar rikis- verksmiðjanna, hafa og einstaklingar íengið leyfi til að reisa nýjar verksmiðj- ur. í sumar er unnið að því að koma upp nýrri verksmiðju á Ingólfsfirði, og eru eigendur hennar Geir Thorsteinsson og Beinteinn Bjarnason. Þegar sótt var um leyfi fvrir að reisa þessa verksmiðju, voru meðalafköst liennar ákveðin 2 000 mál pr. isólarhring. Verksmiðjuhúsið er hyggt með það fyrir augum, að það geti rúmað 2 pressur, er hvor geti unnið að meðaltali úr 2 500 málum á sólarhring. Mun önnur pressan koma í vetur ásamt ýmsum öðrum tækjum til verksmiðjunn- ar, er þarf að fá utanlands frá. Við verk- smiðju þessa verða tvö sjálfvirk löndun- artæki. Þá hefur Óskar Ilalldórsson ný- lega fengið leyfi til að hyggja 5 000 mála verksmiðju á Siglufirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.