Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1949, Page 4

Ægir - 01.11.1949, Page 4
246 Æ G I R Jón G. Jónasson: Hrakningur um Breiéafjöré. Enn muna margir mannskaðaveðrið mikla laugardaginn fyrir Pálma árið 1906, þegar þilskipið „lngvar“ fórst á Viðeyjarsundi og „Emilie“ og „Sophie Wheatlg“ í grennd við Mijrar. í þessu sama vcðri var litið þií- skip, sem „Sleipnir“ hét, að hrekjast um Breiðafjörð. Var ferð hans heitið úr Stykkishólmi i Ólafsvik, og hefði hún ekki þurft að taka nema einn dag, ef allt hefði verið með felldu. En þess í stað hrakti skipið dag eftir dag aftur og fram um Breiðajjörð og komst loks við iltan leik i Vestureyjar og þar varð áhöfn þess að skilja það eftir mjög illa leikið. Eftir liálfsmánaðar burtveru komst áhöfnin af „SIeipni“ aftur í Stykkishólm, án þess að hafa náð til Ólafsvikur. Jón G. Jónasson, einn af hrakningsmönnunum, segir frá hrakningi þcss- um hér á eftir, cn Jóhann Rafnsson hefur fært frásögu hans í letur. — Þess má geta í sambandi við áheitið á Ólafsvikurkirkju, að Alexander Valentínusson færði Ólafsvíkurkirkju fagra altaristöflu, málaða af Þórarni B. Þorlákssyni, en rammann hafði hann smiðað sjálfur. Alcxandcr hefur ritað um sjóhrakning þenna, og er frásögn hans m. a. í hinni nýju bók „Brim og Boðar“. En frásögn Jóns er á alla lund fyllri og itarlegri. Á þeim árum, er þeir atburðir gerðust, sem hér greinir frá, rak Einar Markússon þilskipaútgerð og verzlun í Ólafsvík. Skip sín hafði hann í vetrarlægi, ýmist inni í Grundarfirði eða Stykkishólmi. Veturinn 1905—’06 voru fjögur skip Einars hrófuð upp í Stykkishólmi, utan Grunnasunds, í Leyni og Skipavik. Hétu skip þessi „Den Lille“, „Clarine“, „Matthildur“ og „Sleipnir“. Töluverð viðgerð fór fram á skipunum íyrir vorið, auk þess sem í tvö þeirra, „Clarine" og „Den Lille“, voru settar vélar, líklega fyrstu hjálparvélar, sem settar voru í þilskip við Breiðafjörð. Viðgerð á skip- unum annaðist Alexander Valentínusson, smiður frá Ólafsvík, og hafði hann sér til aðstoðar tvo lærlinga sina, þá Guðgeir Ög- mundsson og Magnús Benediktsson, auk þriðja manns, Magnús Guðbrandsson, alla búsetta í Ólafsvík. Skipin urðu siðbúin nema Sleipnir, sem lá til byrjar síðari hluta marzmánaðar. Hannes Andrésson skip- stjóri hugðist sigla honum til Ólafsvíkur, þar sem skipshöfn, vistir og útgerð öll skvldi tekin. Frá Ólafsvík voru Hannesi sendir tveir háseta sinna, þeir Friðgeir Friðriksson og Guðmundur Björnsson. Komu j)eir á fjögra manna fari og skyldi það vera skipsbátur Sleipnis til Ólafsvík- ur. Með báti þessum tók sér far til Stykkis- hólms, unglingsstúlka að nafni Kristján- sína Kristjánsdóttir. Var hún í kynnisferð til fósturforeldra sinna, en heim aftur ætl- aði hún með „Sleipni“. Laugardaginn 31. marz að afliðnu há- degi lagði Sleipnir frá Þembu, þar sem hann hafði legið í legufærum frá því að hann var tekinn úr hrófi. Skipshöfnin var fjórir menn, skipstjórinn Hannes Andrésson og þrír hásetar, þeir tveir, sem áður eru nefndir og mágur Hannesar, Jón G. Jónas- son, sem einnig skyldi annast matreiðslu

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.