Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 5
Æ G I R 247 í ferðinni. Auk þess voru fimm farþegar, Alexander Valentinusson með smiði sína þrjá, og Kristjánsína Kristjánsdóttir. Smið- irnir, sem allir voru frá Ólafsvík, ætluðu að vera heima um páskana og koma síðan aftur inn í Stykkishólm og ljúka viðgerð skipanna. Skipsbáturinn, fjögramanna- farið, var í eftirdragi, reyndist hann of stór til þess að hafa hann á dekki, þegar segl væru borin um. Veður var hið bezta, kaldi á suðaustan. Hugðu því allir gott til ferðarinnar og að lil Ólafsvíkur yrði náð um kvöldið eða nóttina. Er á daginn leið, fór vindstaðan að verða suðlægari, og kl. rúmlega átta um kvöldið var komið sunnan stórviðri, og „Sleipnir" þá staddur vestur af Selskeri. Seglum var þá fækkað, slcipt um klíf, gaff- alstoppsegl tekið frá og aftursegl rifað. Vindur fór sívaxandi og kl. 5 um morgun- inn var komið sunnan afspyrnurok. Var þá lagzt til drifs og látið hala til kl. um 11 f. h. , að sú ákvörðun var tekin að leggja skipinu yfir. Sjógangur var mikill og veð- urofsinn sá sami, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist ókleift að fá skipið yfir (fyrir) stag. Var þá það úrræði eitt að „kúvenda“ eða hálsa skipinu, og var sá kostur tekinn. Skipinu var slegið undan, en þau mistök urðu, að „stuðtalían“ var föst, er gefa skyldi seglið yfir, svo að um leið og seglin tóku vind, og ekkert gaf eft- ir, slitnaði stagurinn í sundur og vant- spennurnar brustu, svo og mastrið niður við dekk. Rá og reiði — mastur, segl, bomina, gaffall, vantar og tóg — fór fyrir borð, en hékk við skipið. Skeði þetta í skótri svipan, og gátu hér vel orðið þeir alburðir, að fáir hefðu orðið til sagna. Hrakti nú skipið rá- og reiðalaust fyrir straumi og vindi. Til þess að ekki ræki eins hratt var reynt að láta reka fyrir segl- inu og mastrinu. Sú dýrð stóð ekki lengi, því að nokkru síðar slitnaði allt draslið frá. Upp úr þessu fór vindur minnkandi og 1. apríl kl. 4 e. m. var því sem næst komið logn, en mikið var í sjóinn, Nú var bát- Ilannes Andrésson, skipsljóri. urinn, sem alltaf hafði verið í eftirdragi, tekinn inn á dekk. Til þess að geta tjaslað upp seglum var gerð tilraun með að reisa upp mastur. Mikill planki, 14—15 fet, sem lá á dekkinu, var reistur upp og stagaður, og tókst það vonum framar. Segl gátu ekki verið mikil, enda eklci miklu til að tjalda. í fokku stað var klifur settur upp og í stað stórsegls var liöfð gömul foklca. Senn var dagur að kvöldi og um kl. 8, í hægum suðaustan vindi, var reynt með þessum út- húnaði að sigla upp undir land. Sem að líkindum lætur var taka slæm, skriður var lítill og sóttist ferðin því seint. Um nóttina brejdtist vindstaðan, og mánudagsmorg- uninn 2. apríl var kominn s. v. stormur með éljagangi. Var þá siglt undan vindi þar til komið var inn fyrir Höskuldsey. Vindur féll þá niður, en var á skammri stund kominn á með s. s. a. veðri. Þá var enn haldið útum. Undir morguninn, þriðju- daginn 3. apríl, snerist vindur til s. v. Var þá tekin stefna inn flóa, undan vindi, en sóttist seint sem fyrr. Mjakaðist þó i átt- ina þann dag allan og fram á næsta dag, að náð var í var undir Stagley. Þar var kastað báðum akkerum með þeim keðj- um, sem til voru, og til þess að síður sliti settar „talíur“ á. Er lagzt hafði verið og gengið frá festarhöldum sem föng voru á, var komið undir nónbil miðvikudaginn 4. apríl. Búist var nú við, að skipið yrði séð frá L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.