Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 7
Æ G I R 249 eina eyjuna, voru pokar teknir, sem til voru í lestinni undir kolum, og sett í þá grjót af kjölfestunni, og þeim rennt niður eftir keðjunni, sem dróst á eftir skipinu. Hætti þá að reka, enda vindur orðinn hæg- ur og var þarna inni á milli eyjanna. Veitt- ist nú nokkuð næði og urðu horfurnar vissulega stórum betri, þótt ekki væri vit- að, hvar að landi hafði borið. Mötuðust menn, þótt kostur væri fátækur, og tóku á sig náðir, og urðu allir hvíldinni fegnir, svo þjakaðir og þreyttir, sem flestir voru orðnir. Næsta dag, Pálmasunnudag, var veður orðið gott. Fyrir hádegi las skip- stjóri húslestur, en undir lestrinum sat Jón G. Jónasson á lúkarskappanum. Að lestri loknum skýrði Jón frá því, að í norð- urátt væri byggð eyja og muni þeir vera séðir, þvi að hann Iiafi séð pilt hlaupa frá útihúsum heim að bæ. Gat hann þess jafn- framt til, að þetta mundi vera Rúffeyjar. Voru allir á slcipinu ókunnir á þessum slóðum, en móðir Jóns, Ástríður húsfreyja á Helgafelli, hafði verið alin upp í Vestur- eyjum, og hafði Jón af sögnum hennar furðu glögga hugmynd um afstöðu eyja þar vestra. Við frétt þessa glöddust menn og varð uppi fótur og fit. Upp úr hádeginu sást, hvar bátur kom siglandi, en þá var vindur kominn á sunnan og fór vaxandi. Ráturinn hafði ekki siglingu til skipsins, en tók nokkru austar. En er til áranna þurfti að taka var straumur andstæður og vindur svo mikill, að ekki voru tiltök að draga. Urðu bátsverjar að snúa frá og dofnaði þá sem von var yfir skipverjum. Enn var tvísýnt um, hvort skipið gæti haldist þarna við. Um flóðið tók skipið að reka nokkuð, en þótt legufærin væru lé- leg, héldu þau, og var það vonum framar. Naut þess enda við, að nú var meira var en meðan vindur stóð vestlægari. Morguninn eftir, mánudag, var veður hetra, og kom þá bátur úr eyjunum. Á hátnum voru fyrirliðar þeir Gísli Berg- sveinsson í Rauðseyjum og feðgarnir Þor- lákur og Ebeneser í Rúffeyjum. Daginn áður, er rofaði til milli élja, höfðu þeir Rúffeyjamenn orðið varir við hið nauð- stadda skip og gerðu þá strax, fáliðaðir, tilraun að hafa við það samband, en urðu frá að hverfa eins og skipverjar höfðu orð- ið varir við og fyrr er getið. En um kvöld- ið gerðu þeir aðra tilraun, en urðu enn frá að hverfa. Fóru þeir þá í Rauðseyjar og fengu til liðs við sig Gjsla bónda Berg- sveinsson, með meira lið og' stærri bát, en það fór á sömu leið, og urðu þeir einnig að hleypa fram aftur á skauti, svo að ekki v;ar frá horfið fyrr en annars var ekki kostur. Meðferðis höfðu eyjamenn mat og l'atnað, og vildu þeir nú strax flytja skip- verja fram í eyjar. Skipstjóri vildi hins vegar gera tilraun ineð að koma „Sleipni" í öruggari höfn og beiddist liðsinnis báts- ^erja, sem auðsótt var. Eyjan, sem legið var í vari við, heitir Trésey og er í eyja- og skerjaklasa sunnan Rúffeyjar. — Haf- ist var nu handa og hafði Ebeneser Þor- láksson forustuna. Legufærin, sem raunar voru orðin harla lítil, voru dregin upp. Varpakkerið, er síðast var tekið og hleypt hafði verið niðrá grjótpokum, var ekki orðið annað en brol af leggnum og stokk- urinn, og höfðu pokarnir staðnæmst þar á. Áður en legufærin voru dregin upp, var lina flutt upp í sker þar skammt frá og skipið dregið þar að klettum. Afturseglið var dregið upp, öðrum seglum var ekki að tjalda, og sigldi Ebeneser skipinu upp að klöppum í eyju þar nálægt, er Galtarey heitir. Stukku menn þar upp með tóg, og var „Sleipnir“ dreginn inn á vog þarna í evjunni og bundinn við land. Ekki vildi Hannes skipstjóri yfirgefa skijiið að svo komnu og urðu eftir ásamt honum, þeir Jón G. Jónasson og Magnús Guðbrandsson. Hina aðra skipverja tóku eyjamenn með sér. Daginn eftir var komið norðan rok og hafðist ekki sambandi við „SIeipni“ fyrr en á föstudaginn langa, en ]>ann dag voru skipverjar fluttir af Rúff- eyjafeðgum til Arneyjar. Þar fékk Hannes Andrésson léðan bát hjá Lárusi Loftssyni hónda, og hélt samdægurs suður til Stykk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.