Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 11
Æ G I R 253 frjóvgun hrognanna. Einmitt þann tima ársins, sem ætti að vera bannað að fiska með botnvörpum á þessum stöðum, eru er- lendir togarar í hundraða tala si og æ, nótt og dag að verki. í gamla daga töluðu sjó- menn um fiski í „göngu“ og þegar „fiskur væru lagstur“. En nú fær fiskur sjaldnast að „ganga á grunn“ og því síður að leggj- ast“. Á hinu afar stóra svæði á suður- ströndinni, frá Hornafirði til Vestmanna- eyja, mun mega fullyrða, að %o af þeim fiski, sem veiðist á göngu sinni að landinu og meðan hrygningin fer fram, sé veiddur af erlendum togurum. Þetta er aðeins ör- lítið dæmi um eyðileggingarstarfsemi þeirra. Á nokkrum stöðum eru menn, eins og kunnugt er, farnir að gera ráðstafanir til varnar eyðileggingu fiskstofnsins. En flest- ar þessar ráðstafanir munu tæplega geta talizt fullnægjandi, þótt þær óefað væru til lróta. Ákvæði eru sett um minnstu möskva- stærð dragnóta og einnig og enn fremur eru menn farnir að undirbúa friðun ýmsra fiskimiða og takmarka veiði, t. d. að leyfa aðeins veiðar 4 daga vilcunnar. Takmörkun veiðidaga mun að líkindum aldrei geta átt við á íslandi. Einstöku menn telja eina óbrigðula ráðið til viðhalds fiskstofnsins sé að lieyja heimsstyrjöld á nokkurra ára millibili. En slíkt ráð ber vott um algert úrræðaleysi, sem ekki er hægt að taka al- varlega. Hvernig sem litið er á þetta mál, þá er ekki unnt að skoða það nema frá einu sjónarmiði, sem sé því, að fiskstofninn fari minnkandi, og aðal-atvinnuvegur lands- ins, fiskveiðarnar, sé i hættu staddur, og varnarráðstafanir séu því bráðnauðsyn- legar. Spurningin er þá fyrst og fremst þessi: Hver bjargar fiskimiðunum frá eyði- leggingu og fiskistofninum frá tortímingu, ef íslendingar gera það ekki? Svarið virðist vera afar einfalt og blátt áfram: Það gerir enginn. íslendingar verað að beita sér fyrir fram- kvæmdum til umbóta á ástandinu. Samkvæmt því sem áður er sagt, hefur íslendingum þrátt fyrir órækar heimildir ekki verið mögulegt að fyrirbyggja yfir- gang erlendra fiskimanna á miðunum við strendur landsins, yfirgang, sem jafnan hefur verið álitinn misbeiting á valdi og haft hefur í för með sér hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir framleiðslumögu- leika landsmanna. Þegar nú rýrnun fiskstofnsins er orðin svo áberandi eins og að framan segir, þá er það ekki aðeins tjón fyrir Islendinga heldur og fyrir alla aðra, er reka veiðar við landið eða á þeim stöðvum, sem fiskur fæddur við ísland er veiddur, t. d. við Grænland og jafnvel víðar. Þar af leiðandi eru það ekki íslendingar einir heldur og allir þeir fiskimenn, er stunda veiðar á því svæði, sem fiskur fæddur við ísland aflast, sem eiga að telja sér skylt að veita allri starfsemi til umbóta á ástandinu það liðsinni, er þeir mega. Því má ekki gleyma, að mönnum hefur verið talin trú um, að 3ja sjómílna land- helgin, — sem allir íslendingar síðustu tvær aldir hafa mótmælt — væru alþjóða- lög, sem menn urðu að sætta sig við og að landsmenn yrðu að bera það með þögn og þolinmæði, að erlendir fiskimenn láti greipar sópa um fiskimiðin, sem liggja fyr- ir utan 3ja sjómílna takmörkin. Að menn yrðu að líta á það sem vilvilja, að Frökk- um og Þjóverjum og sérhverjum öðrum ríkisborgurum séu heimil fiskimiðin við strendur landsins. Englendingar hefðu fyllsta rétt til að notfæra sér kolamiðin i Faxaflóa og annars staðar við strendurnar. Norðmenn, Svíar og Rússar mættu taka alla síld er þeir sæju á yfirborði sjávarins utan 3ja sjómílna takmarka fyrir Norður- og Austurlandi o. s. frv. Þetta hefur okkur verið kennt og við höfum verið sjónarvott- ar að því í framkvæmdinni. En þetta er mesti misskilningur. Þriggja sjóinílna á- kvæðið byggist á samningi nokkurra ríkja, A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.