Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 15
Æ G I R 257 Kangerdlaarssoruseq (Marghöfðafjörður). Súðin að taka vatn í Norðmannahöfn. Útgerð Islendinga viá Grænland. Undanfarin ár hefur alhnikið verið rælt og ritað um það, að íslendingar stofnuðu til útgerðar við Grænland svo sem Norð- menn og Færeyingar. Eftir að síldveiði brást fyrir Norðurlandi sumar eftir sumar, var á það drepið af ýmsum, að nauðsynlegt væri, að vélbátaflotinn væri ekki svo til ein- vörðungu gerður út á síldveiðar heldur stundaði jafnframt þorskveiðar og þá m. a. við Grænland. Eftir fregnum að dæma um veiði við Grænland, mátti ætla, að þar mætti grípa mikinn afia yfir sumartímann. En einhvern veginn var það svo, að íslend- ingar trúðu fremur á, að síldin fyrir Norð- urlandi myndi reynast þjóðinni drýgri bú- stofn en GrænlandsþorsJairinn, og því dróst úr hömlu, að héðan yrði gerð tilraun með þorskveiði við G,rænland þar til síðastl. sumar. En þá fóru héðan þrír leiðangrar. Einn var kenndur við Björgvin Bjarnason frá ísafirði, en hann fór með skip sín fjög- ur þangað vestur, „Gróttu“ 250 rúml., „Ric- hard“ 84 rúml. og' „Huginn I.“ og „Huginn II.“ um 60 rúml. hvor. Annar leiðangurinn var kenndur við m/s „Eldborg“ (280 rúml.), en með henni voru tveir bátar, „Fram“ úr Hafnarfirði 66 rúml. og „Minnie" af Árskógssandi 57 rúinl. Þriðji leiðangurinn var kenndur við Súðina, en ]iað skip sendi Útvegur h/f vestur til Græn- lands, og verður hér sagt frá honum, sam- kvæmt viðtali við Steindór Hjaltalín, en hann var fyrirliði |_eiðangursins. „Hverjir voru upphafsmenn að stofnun Útvegs h/f?“ spvr ég Steindór Hjaltalin í upphafi. „Ekki þori^ég alveg að fullyrða, að það hafi verið Jón Kjartansson, Jóhannes EIí- asson og Jón Franklín, en þó ætla ég að svo hafi verið. Að minnsta kosti brauzt Jón Kjartansson mikið í því, að félagi þessu yrði komið á laggir. En um mig er það að segja, að ég hafði áhuga fyrir að tilraun yrði gerð með þorskveiði af íslendinga hálfu við Grænland, og hafði hugsað mér að senda vestur síðastl. sumar slcip, sem ég á sjálfur, en af sérstökum ástæðum gat ekki af því orðið, og æxlaðist þá svo, að ég gerðist einn af stofnendum Útvegs h/f.“ „Hvað er um félag þetta að segja að öðru leyti?“ „Um það er ekkert sérstakt að segja. Það er stofnað með það fyrir augum, að stunda útgerð við Grænland. Innborgað hlutafé er Viðtal við Steindóv Mjaltalín um Súðavleiðangurinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.