Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 16
258 Æ G I R Suðurhöfn. Bœkistöð „Súðarinnar“ í Grœnlandi. Trillubáturinn frá Hafnarfirði, sem var með „Súðmni“. 250 þús. krónur, en raunverulegt hlutafé er 750 þús. kr., og er ríkissjóður stærsti hlut- liafinn, en hlutur lians er skipið Súðin, sem er reiknuð á 500 þús. krónur. Stjórn fé- lagsins skipa: Davíð Ólafsson formaður, og Gunnlaugur Briem, háðir fyrir ríkissjóð, Erling Ellingsen, Jón Kjartansson og Steindór Hjaltalín. En framkvæmdarstjóri félagsins er Jóhannes Elíasson lögfræðing- ur. Um útgerð af hálfu félagsins hefur ekki \erið að ræða, því að siðastliðið sumar keypti það aðeins fisk í Súðina af ísl. bát- um, er stunduðu veiðar vestra, en Súðinni liafði verið breytt með það fyrir augum, að hægt væri að beita um borð í henni, ef með Jjyrfti, svo og að gera að fiski og verka hann í salt. Þá voru einnig geymdar i henni jjær birgðir, sem bátarnir, er upp í hana lögðu, þurftu með.“ „Hvenær lagði Súðarleiðangurinn af stað vestur?“ „Við lögðum upp j>ann 11. júlí og vor- um komnir vestur jjann 18., en j)á voru Færeyingar og Norðmenn búnir að vera þar við veiðar í læpa tvo mánuði.“ „Hvað voru margir bátar ráðnir til að t'iska í Súðina?“ „Það voru upphaflega fimm stórir bátar og 4 trililur. En að lokum fór svo, að stóru bátarnir urðu ekki nema tveir, „Hafdísin“ 79 rúml., er var samflota okkur vestur og ,,Papey“ frá Dúpavogi, 39 rúml., er kom nokkuð síðar vestur en við. Trillurnar urðu hins vegar fjórar og fluttum við þær vestur með okkur, en tvær þeirra voru frá Akra- nesi, ein frá Ólafsfirði og ein úr Hafnar- firði.“ „Hve fjölmennar voru áhafnir fiskibát- anna?“ „Á tveim trillunum voru 4 menn, en þrír á tveim. Þessar áhafnir höfðu bækistöð sina um borð í Súðinni og beittu lóðir sinar þar. Á Papey var 11 manna áhöfn og' af þeim héldu 4 til í Súðinni, því að þessi bát- ur lét beita þar um borð. Hafdis stundaði hins vegar alfarið „útilegu“, eins og við köllum það, og á henni var 16 manna áhöfn.“ „En livað er að segja um starfsfólkið í Súðinni?" „Þess má þegar geta, að mjög vel gekk að fá fólk í þennan leiðangur, það er að segja verkafólk. Sóttu miklu fleiri um að komast þangað en við höfðum not fyrir. Sjálfsagt hefur nýjungagirni nokkru um valdið, en einnig' var þarna um að ræða fasta vinnu og sæmilegt kaup. Við vorum alls 42 á Súðinni, þar af 13 konur, en af þeim unnu 8 við uppþvott, söltun og um- stöflun fisks, en hinar við matseldun og þjónustu. Kaup karla var 2 jnís. kr. á mán- uði auk fæðis og miðað við 8 stunda vinnu- dag. Vinnutíma þennan skyldu þeir hins vegar inna af hendi jafnt að kvöldi sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.