Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 19
Æ G I R 261 Bárður G. Tómasson: Þættir úr sögu skipasmíáanna. Hefur stærð skipa náð hámarki? Ef spurning þessi væri lögð fyrir fróða menn í skipasmíði, sjómennsku og útgerð, má telja líklegt, að henni yrði svarað ját- andi. Ef sama spurning hefði verið Iögð fyrir sérfræðinga í sömu starfsgreinum árið 1860, mundi svarið líka hafa orðið játandi, og' það af gildum ástæðum. Héi verður ekkert fullyrt um þetta, enda ei það ekki á nokkurs manns færi, en hins vegar verður leitast við að draga fram nokkur atriði, er eingöngu varða sögu eim- skipanna. Ekki er auðvelt að ákveða hvar bvrja skal, því að margir þræðir liggja að for- sögu eimskipanna. Vitað er, að David Ramsay tók árið 1618 einkaleyfi á vél ,,til að lyfta vatni með eldi og til að knýja báta, pramma og skip inóti vindi og straumi". En um þessa vél er ekkert vitað umfram það, sem hér er sag't. — Árið 1681 kom út rit um eimvélar til að knýja skip á móti vindi, og var eftir franska heim- spekinginn Denys Papin. Enn liðu 23 ár þar til hið stóra skref var stigið, þá er James Watt tók einkaleyfi á hinni al- þekktu vél sinni. Ellefu árum siðar, eða 1780, fann Pickard upp veifuna og bullu- slöngina og þar með var eimvélin sköpuð, en liún hefur oft verið nefnd „sál skipsins1'. — Ári eftir að þetta skeði, bárust fregnir um það, að í Lyon á Frakklandi hefði verið smíðaður eimknúinn bátur og hann hefði verið reyndur á Saone-fljóti. Þóttu til- raunir þessar heppnast vel, en sökum þess að styrjaldir brutust út um svipað leyti, var ekki hirt um að þrautreyna uppfind- ingu Frakkans og því síður að bæta hana. Enn liðu 26 ár þangað til Robert Fulton tókst að hagnýta eimvélina til að knýja áfram bát. Var hann reyndur á East-River í Ameríku, og var ganghraði hans 5 sjó- milur. Árið 1807 markaði því tímamót í sögu skipanna og á þeim tímabilum stend- ur „Clermont", bátur Fultons. Réttum sjö árum síðar náði Skotinn Henry Bill mun betri árangri en Fulton, en hann reyndi þá á ánni „Clyde“ 30 rúmlesta bát, er hét „The Cornent". I öndverðu var við marga örðugleika að etja, en alla nitjándu öldina voru Bretar óþreytandi að glima við þá. Um aldamótin var svo komið, að þeir voru farnir að hag- nýta sér I ríkum mæli eimtúrbínu þá, sem kennd er við Parson. Þar með sköpuðust möguleikar til þess að knýja stór skip á- fram með miklum hraða. Réttast væri þó að orða þetta svo, að hin stóru skip 20. aldarinnar hefðu ekki orðið til, ef ekki hefði verið búið að finna upp Parsons eimtúrbínuna. Þegar litið er yfir sögu skipasmíðanna síðastl. 90 ár, verða fyrir manni þrjú meistarastykki brezkra skipasmíða, en það eru undraskipin: a) „Great Eastern", sem rennt var af stokkunum í janúar 1858, b) „Lusitania“, rennt af stokkunum 7. júní 1906 og „Mauretania“, rennt af stokkun- um 20. sept. 1906, c) „Queen Mary“, rennt af stokkunum 26. sept. 1934 og „Queen Elisabeth“, sem lokið var við smíði á í september 1939. „Great Eastern" var um margt sérstætt skip. Aldrei fyrr hafði verið smíðað jafn- stórt skip og fjölmörg ár liðu þangað til jafnoki þess að stærð sást á heimshöfun- um. Má með sanni segja, að með smíði „Great Eastern" hafi verið tekið stærra stökk en dæmi eru til um í sögu skipa- smíðanna. „Lusitania“ og „Mauretania“ mega heita eins eða svokölluð systurskip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.