Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 20
262 Æ G I R „Great Eastern smíðað 1858. og sama er að segja um „Queen Mary“ og „Queen Elisabeth“. „Great Eastern“. Þær þrjár tegundir skipa, sem nú hafa verið nefndar, marka ákveðin timamót i sögu skipasmíðanna, en mest ber þó á „Great Eastern“, þegar miðað er við skipa- smíðatæknina eins og hún var rétt áður en skipið var smíðað. Segja má, að með smíði slcipsins væri slígið of stórt skref, því að tæknin helzt ekki í hendur við áræðið. En þótt svo væri, hafa sltipasmiðir lært mikið af smíði „Great Eastern“, og enn er litið upp til þeirra manna, sem framkvæmdu verkið. „Great Eastern“ var 692 fet á Iengd, 82 fet og 2 þumlungar á breidd og 58 fet á dýpt. Skipið var knúið áfram með venju- legri skrúfu og einnig með skófluhjólum á hliðum skipsins. Samanlögð orka vél- anna var 8000 hestöfl, þar af tók skrúfan 4500 hestöfl. í skipinu voru 10 kassalagaðir katlar 18 feta langir, 17% fet breiðir og 14 feta háir. Eldholin voru 112 og eimþrýstingurinn um 20 pund á ferþumlung. Hvor vélin var fjögurra strokka. Slag- lengd skrúfuvélarinnar var 4 fet, en skóflu- hjólavélarinnar 14 fet. — Skrúfan var 24 fet í þvermál með fjórum blöðum. Skóflu- lijólin voru 56 fet í þvermál. Mestur hraði skipsins með þessum vélaútbúnaði varð 14 sjómílur á klukkustund. Á fyrsta farrými var pláss fyrir 800 far- þega, 2000 á öðru og 1200 á þriðja farrými. Smíði skipsins var alveg sérstök og gerbreyting frá því, sem áður þekktist. Yfirsmiðurinn hét Brunel. Hugkvæmni lians þótli svo frábær, að talið er, að 40 ár hafi liðið þar til skipasmíðin komst í raun og veru á það stig, er „Great Eastern“ bar með sér. — Miðbandsuppdráttur skipsins ásamt langböndum er sýndur á myndinni á næstu siðu, en um síðastliðin aldamót varð hámenntaður skipasmiður, Isherwood að nafni, frægur fyrir sams konar smíðafyrirkomulag stórra skipa og l'ékk það viðurkennt af Lloyds of Shipping. Brunel gleymdist þó ekki, þrátt fyrir frægð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.