Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 24
266 Æ G I R manns um borð, mest amerískir borgarar. Þessi atburður var því notaður sem beitt áróðursvopn til að fá Ameríkumenn í styrjöldina með bandamönnum. „Mauretania" fór ekki að sinni fleiri skemmtireisur. Megin liluti hinnar dýru innréttingar var rifin burt og skipið notað til þess að flvtja hermenn frá Ameríku til Evrópu. Kafbátar komust aldrei í færi við „Mauretaniu", enda naut hún hraðans svo og þess, að enginn vissi hvar hún var hverju sinni nema skipstjórinn. Að fyrri styrjöldinni lokinni var „Mauretania" innréttuð á enn sltrautlegri og iburðarmeiri hátt en fyrr og reyndist hið mesta happaskip og tign þjóðar sinn- ar. Sumarið 1935 fór þetta glæsilega skip sína síðustu ferð til Leith. Þar var hverj- um, sem hafa vildi, selt úr því borð og stólar til endurminningar um þessa drottn- ingu hafsins svo og áhöld og smávélar. Að lokum var hinn stóri bolur skipsins bút- aður niður í stóra bita fyrir hina skozku háofna. Stálið var brætt og valsað í plöt- ur og vinkla, sem ef til vill hafa verið not- aðir í enn þá stærri og' glæsilegri skip en „Mauretania". „Queen Mary“ og Queen Elisabeth“. Eins og fyi'r er getið má heita svo, að þessi skip séu systurskip og má þess vegna rita um þau sameiginlega. „Queen Elisa- beth“ er þó lítið eitt stærri. Munar það um 11 fetum á lengdinni og um 3000 lest- um að rúmmáli. Eftir að „Lusitania“ og „Mauretania“ komu lil sögunnar, varð kapp- lilaup í mörg ár mitli þeirra þjóða, sem fremstar stóðu í skipasmíði, en það voru Þjóðverjar, Frakkar og Bretar. Árið 1928 byrjuðu Bretar að gera frumdrætli að „Queen Mary“, og um svipað leyti gerðu Frakkar ráðstafanir til að smíða „Nor- mandie“, en þessi skip mega heita ná- kvæmlega jafnstór að rúmmáli og tæplega verður á milli séð, hvort verkið lofar meistara sinn meira. Skipasmiðirnir litu hornauga hvor til annars, án þess að leita ráða eða láta hinum í té upplýsingar. Hér var um harða samkeppni að ræða milli skipasmiða tveggja vinveittra þjóða, en enginn er annars bróðir i leik. Margt hefur verið rætt og ritað um þessi skip og margar upplýsingar látnar í té, en þó er ýmsu haldið leyndu, sem sjó- menn, skipasmiðir og vélsmiðir óska eftir að fá að vita. Á fundi í „Institution of Naval Archi- tects“ flutti maður, sem var þaulkunnugur smíði „Queen Mary“, erindi um smíði skipsins og virtist ekki dylja neitt. í frjálsum umræðum á eftir erindinu voru gerðar ótal fyrirspurnir til ræðumanns, m. a. þessi: „Hverjar eru niðurstöðutölur út- reikninga um sjóhæfni skipsins?“ Að lokn- um umræðum virtist höfundur erindisins veita svör við öllum spurningum nema þessari einu, en hún skiptir miklu máli, að því er snertir líðan farþeganna. Árið 1930 var skipasmíðin komin á það stig, að með „Parsons“ túrbínum sem þá voru orðnar heimsfrægar, var hægt að auka hraða risaskipa að miklum mun frá því sem áður var. En jafnframt þurfti þó stærð, sérstaklega lengd skipsins, að auk- ast. En þá bar að sama brunni og áður með öll þessi stóru skip að geta gert þau nóg sterk til að þola stórsjóa. Fyrir mörgum árum munu hafa farið fram mælingar á hæð og lengd á bárum á Norður-Atlantshafi. Ekki er mér knnnugt um útkomu þessara mælinga, en víst er það, að 1928 voru fróðir menn í vafa um, hvort 1000 feta bára (lengdin á „Queen Mary“) gæti verið 50 feta há eða þar um bil, og hvort nauðsynlegt væri að reikna með svo mikilli áreynslu. Að lokum var þó gert ráð fvrir því versta. Löngu síðar gerði Wainblum and Block nákvæmar rannsóknir á skipinu „San Francisko“, varðandi öldur og í skýrslu sinni segir hann: „Það er óhætt að taka það fram afdráttarlaust, að okkar stærstu skip geta í stormi orðið fyrir öldum, sem eru álíka langar og lengri en skipin.“ (Hér er átt við þverskurðarlengd úr öldudal í næsta öldudal).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.