Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 26
268 Æ G I R þeirra íþróttaþilfar. Á þvi er íbúð skip- stjóranna, en yfir henni er stýrishúsið og á þaki þess ýmiss lconar stjórntæki. Á skipinu eru tveir skipstjórar, en ekki er vitað, hvernig þeir skipta með sér verkum. Annar þeirra er á ensku máli kallaður „Captain", en hinn „Staff cap- tain“. Einnig virðast vera tveir yfirstýri- menn, er annar kallaður „Shief officer“, en hinn „First officer“. Lítillega A'ar drepið á það hér að fram- an, hvernig farið var að því að setja „Lusi- taniu“ á flot. Mun meiri undirbúningur var þó um liönd hafður, þá er „Queen Mary“ var hleypt af stokkunum. Meðal annars var gert um 5 metra langt líkan af skipinu. Það varð að vera nákvæmlega eins að lög- un að utan, og auk þess varð samanlagð- ur þungi og dreyfing þungans í líkaninu að vera í réttu hlutfalli við dreifingu þungans í sjálfu skipinu, í því ástandi, sem það var sett á flot. Að sjálfsögðu varð líka að gera líkan af árfarveginum og fylla hann með Jiæfilega miklu vatni. Einnig þurfti líkan- ið að hemla i réttu hlutfalli við stærð þess og þunga. Rennibrautir (sleskjur) voru 10% fet á breidd. Þess skal getið þeim til leiðbein- ingar, sem fást við að setja skip á land eða flot og nota til þess „sleskjur“ ábornar með feiti, að núningsmótstaðan er minnst, þegar þunginn á hvert ferfet er 2 smá- Iestir, og gildir einu í því sambandi, hvort skipið er 7 rúmlestir eða 70 þús. rúmlestir. Á „Queen Elisabeth“ eru 26 stórir mótor- björgunarbátur auk annarra fleytitækja. Hver björgunarbátur tekur fleira fólk en fyrsta farþegaskip félagsins „Britania“, er smiðað var urn 1840, og hvern bát er hægt að sjósetja á einni mínútu. Þess er áður getið, að þjónustufólk er mjög margt og störf þess margvísleg, en í þeim hópi er þó hvorki fjósamaður né mjaltakona eins og á „Britania“, enda voru kýr hafðar þar um borð til þess að far- þegarnir gætu fengið mjólk. — Borðsalur- inn á I. farrými nær þvert yfir skipið og þar geta borðað í senn 850 manns. Tvö kvikmyndahús eru í skipinu, á I. farrými fyrir 338 manns og á II. farrými fyrir 130 manns. Hinn eiginlegi stjórnpallur er á næslu liæð neðan við stýrishúsið, og nær hann að heita má þvert yfir skipið (sjá mynd). í þessum reisnum eru öll nýtízku tæki, meðal annars 3 tegundir radartækja. Komi upp eldur í skipinu, er strax hægt að sjá hvar hann er, hefta útbreiðslu hans og slökkva hann. Svo var ráð fyrir gert, að „Queen Elisa- beth“ yrði tilbúin að fara í fyrstu ferð sína i aprílmánuði 1940. En vegna styrjaldar- innar varð að grípa fyrr til skipsins en ráð var fyrir gert og fór það sína „jóm- frú“-ferð í febrúar 1940 og þá sem her- flutningaskip. Til þess að villa um fyrir þýzkum njósnurum, var ákveðið með leynd, að skipið skyldi fara frá Clyde til Southampton, en með enn meiri leynd var skipstjóranum fyrirskipað að fara til New York, þegar komið var út fyrir mynni Clyde árinnar. Þýzkar flugvélar leituðu að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.