Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 28

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 28
270 Æ G I R vandamál að jafnvega (balancing) svo stór og þung stykki sem skrúfu, slcrúfuás og túrbínurnar, hvert kerfi fyrir sig og öll fjögur til samans í sambandi við boi skips- ins. Þyngsta stykkið er lágþrýstitúrbínan, sem vegur 42 smálestir. Niðurfærsla á snúningshraðaer 1530:180, en það þýðir, að snúningshraði háþrýsti- túrbínunnar er 8.5 sinnum snúningshraði skrúfunnar. Við smíði „gearsins“ þurfti mikla nákvæmni og þó sérstaldega við smíði tannanna. Þess má geta hér til gam- ans, að aðalhjólið var fyrst smíðað úr sleypujárni og nákvæmni smíðisins athug- að áður en tennurnar voru gerðar á hið eiginlega hjól, en tannsmíðin í það hjól, sem notað var, tók þrjá mánuði, enda voru gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að smíðin væri sem nákvæmust. Að lokum voru tennurnar steinslipaðar. Öll 4 „gear“-kerfin voru skoðuð eftir 7 mánaða notkun og reyndust þá eins og þegar þau voru sett í skipið. í skipinu eru 27 stórir olíukyntir pípu- katlar, og er þeim komið fyrir eins og sýnt er á teikningunni. Aðalrafstöðvarnar eru tvær og eru þær algerlega óháðar hvor annari. Þegar menn virða fyir sér yfirbyggingu „drottninganna“ og gefa því jafnframt gaum, hve skipin eru mjó og þunn í siníð- um, verður mörgum á að efast um stöðug- leika þeirra. En það sem sagt hefur verið hér að framan um vélar, katla og olíugeyma skipsins gefur nokkuð til kynna um botn- þungann, og að hann muni vera í sam- ræmi við yfirbygginguna. Bilið milli ytri og innri botns skipsins er það mikið, að fullstór maður getur gengið þar uppréttur. Samanburður. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir smíði stórskipa og miðað við þrjii tímamót, en til yfirlits og samanburðar fer tafla hér á eftir, sem sýnir þetta í lieild. Great Eastern Lusitania Queen Mary Hleypt af stokkum 1858 1900 (Q.EI. 1939) 1934 Öll lengd 692'—0" 785'—0" 1019'—" Breidd 82'—2" 87'-—6" 118'—0" Dýpt að styrktarþilfari .. 58'—0" 64'-4y2" 92'—6" Djúpstaða »» 33'—6" 35—0 Rúnnlestir brúttó 18 915 30 822 80 773 Tala farþega: I. farrými 800 536 740 II. farrými 2000 452 760 III. farrými 1200 1142 579 Skipshöfn >> 764 1101 Hraði í sjómílum á klst. . 14 25 29 S. H. P. (áshestöfl) 8000 68 000 158 000 Katlar (kassalagaðir) tala 10 23 27 Ketilþrýstingur pund á □" 20 195 350 Skrúfur, tala 1 og skófluhjól 4 4 Snúningshr. skrúfu á mín. •> 189 180 Samanburðartaflan sýnir: 1. Að síðastliðin 80 ár hefur stærð skip- anna fjórfaldazt. 2. Farþegatalan á „Great Eastern“ er tvöföld á við farþegatölu á „Queen Mary“, og rými fyrir hvern farþega er áttfallt á við það, sem var á „Great Eastern“. 3. Hraði skipa hefur tvöfaldazt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.