Dagur - 04.10.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 04.10.1934, Blaðsíða 3
114. tbi. DAGUR 311 Fjárlagafrumvarpið 1935 Greið$luhallalau§ fjárlög. Fjármálaráðherra hefir gefið Nýja Dagblaðinu eftirfarandi upplýsingar um undirbúning fjárlaga fyrir árið 1935: Stjórnin hefir í hinu nýja fjár- lagafrumvarpi orðið að gera all verulegar breytingar frá þeim fjárlögum, sem nú gilda fyrir ár- ið 1934. Xekjur og' gjöld. í fyrsta lagi hefir stjórninni þótt alveg óhj ákvæmilegt, að leið- rétta ýmsar gjaldaupphæðir, sem undanfarið hafa verið alltof lágt áætlaðar, miðað við reynslu, því að það er vtianlega ekki annað en blekking, að áætla upphæðir vís- vitandi lægri en menn vita, að muni verða. í öðru lagi hefir orð- ið að taka upp í frumvarpið ýms gjöld, sem bundin eru með sér- stökum lögum, þótt ekki hafi ver- ið tekin upp í fjárlög fyrr. Er hér í raun og veru líka um einskonar leiðréttingar að ræða. í þriðja lagi gerir svo stjórnin ráð fyrir nýjum útgjöldum, til atvinnuveg- anna og verklegra framkvæmda. Útgjöld samkvæmt frumvarp- inu, að meðtöldum afborgunum en að frátöldum fyrningum, eru 13,7 millj. kr. Það er um 2 millj. kr. hærra en í núgildandi fjárlögum. — Þó reyndust útgjöldin 1932 hærri en þetta, og voru þau þó lægri það ár en þau hafa verið mörg ár fyrr og síðar. Af þessari 2 millj. kr. hækkun frá núgildandi fjárlögum (sem er þó lækkun miðað við raunveruleg útgjöld undanfarinna ára), eru ca. 11/2 millj. kr. leiðréttingar og lögbundin gjöld, samkvæmt sér- stökum lögum. Um V2 milljón er ný útgjöld til atvinnuveganna og' verklegra fi-amkvæmda eins og áður var sagt. Hækkunin til at- vinnuvega og verklegra fram- kvæmda er þó meiri en þessi Mí millj., því að fé, sem stjórnin leggur til að spara annarstaðar, bætist þarna við. Dýrtíðaruppbót af launum yfir 4600 kr. á að falla niður samkv. frv. stjómarinnar. Með fjárlagafrumvarpinu, sem lagt verður fyrir þingið, svo og frumvörpum þeim um tekjuauka og niðurfelling tekna, sem fram verða lögð, leggur stjórnin grund- völl að greiðsluhallalmosum fjár- lögmn fyrir árið 1935. Ef reikna mætti með því, að núverandi tekjustofnar gæfu jafn miklar tekjur og þeir gáfu 1933 og væntanlega gefa 1934, myndu þær hafa nægt til að standa straum af þeim 13,7 millj. útborg-unum, sem frv. gerir ráð fyrir. En með tillití +il minnkandi tolltekna, með því að vöruinnkaup frá útlöndum verða að minnka, Verður að lækka tekjuáætlunina. Ennfremur leggur stjórnin til, að Jækkaðiír sé tollur á kaffi og sykri og útflutningsgjald á síld, og fellt niður útflutningsgjald á landbúnaðarafurðum, Við þetta kemur fram halli. Verða lögð fram tekjuöflunarfrumvörp til að jafna þann halla. Með þeim er þó, eins og áður var fram tekið ekki farið fram á hærri heildar- tekjur, en ríkissjóður hafði 1933 og væntanlega fær 1934. Skattahækkanir. Stjórnarfrumvörp til tekju- hækkunar verða: Frv. um tekju- og eignaskatt, sem fer fram á ca. 25—30% hækkun á heildarupphæðinni, mið- að við þann tekju og- eignaskatt, sem í gildi var 1933 og gert er ráð fyrir á árinu 1934 (40% álag meðreiknað). Frv. um hækkun á tolli á tóbak, kakaó, súkkulaði, konfekt 0. fl. þvíl. Frv. um hækkun á innflutn- ingsgjaldi af benzíni upp í 8 aura á lítra. Til samanburðar má geta þess, að innflutningsgjaldið á benzín í Danmörku er um 13 aur- ar og hið stórkostlega aukna vegaviðhald hér gerir það óum- flýjanlegt, að auka þetta innflutn- ingsgjald. Frv. um afnám undanþágu frá gjaldi af innlendum tollvörum, er þau fyrirtæki hafa notað, sem stofnsett voru fyrir 1. jan. 1927. — Kemur þetta aðallega fram, sem hækkun á ölskatti. Frv. um einkasölu á eldspýt- um. Fi*v. um að Áfengsverzlun rík- isins hafi einkasölu á ilmvötnum, hárvötnum, andlitsvötnum, bökun- ardropum, kjörnum til iðnaðar og pressugeri. Skattalækkanir. Frumvörp til lækkunar eru: Frv. um lækkun á útflutnings- gjaldi á síld og niðurfelling út- flutningsgjalds af landbúnaðar- afurðum. Frv. um framlenging gengisvið- auka. Felur það í sér niðurfelling gengisviðauka á kaffi og sykri. Framlenging eldri laga o. s. frv. Þá eru nokkur frumvörp um framlengingu eldri tekjulaga: Frv. um framlenging á gildi laga um verðtoll, frv. um framlenging bráðabirgðaverðtolls og frv. um framlenging tekju- og eignar- skattsaukans fyrir árið 1934. Loks er svo frv. um framleng- ing á frestun á framkvæmd nokk- urra laga. Er frestunin fram- lengd um eitt ár enn, þó að und- anskildum Verkfærakaupasjóði. Ennfremur framlenging á bráða- birgðabreyting á skemmtana- skattslögunum. Helztu viðfangsefnin. Erfiðleikarnir við undirbúning fjái’laga að þessu sinni, eru mikl- ir, segir ráðherrann að lokum. I fyrsta lagi sökum þess, að undan- farin ár hefir verið greiðsluhalli, þrátt fyrir óeðlilega mikinn inn- flutning, sem hefir skapað ríkis- sjóði meiri tolltekjur en eðlilegt er, eftir afkomu þjóðarinnar út á við. f öðru lagi vegna þess, að reikna varð með minni tolltekj- um en undanfarin ár, þar sem eigi verður annað séð en að inn- flutningur 1935 verði að vera minni en í ár og í fyrra. í þriðja lagi sökum þess, að ástand at- vinnuveganna krefst aukinna framlaga til verklegra fram- kvæmda. í fjórða lagi sökum þess, að stjórnin hlaut að leggja til, að léttir yrðu tollar á neyzlu- og framleiðsluvörum, og er þó minna hægt að gera að því en æskilegt væri. Verði fjárlögin, ásamt tekju- frumv. samþ. í þinginu á þeim grundvelli, sem lagður er af stjórninni, og takist sæmiléga um framkvæmd, má, að öllu athug- uðu, vel við una. Útdráttur úr fundargerð „Félags barnakennara við Eyjafjörð.“ Föstudaginn og laugardaginn 28. og 29. sept. hélt »FéIag barnakennara við Eyjafjörð* haustfund sinn á Akureyri. Mættir voru yfir 20 kennarar og urðu umræður miklar. Aðalumræðurnar snérust einkum um tvennt: í fyrsta lagi um skólasýninguna og kennara- námsskeiðið í Reykjavík síðastliðið vor, og straumhvörf sem eru að verða í ís- lenzkum barnafræðslumálum þar, sem verið er að hverfa frá einhliða fræða- lestri og yfirheyrzlum, til meira starfs og sjálfstæðara náms. í sambandi við þetta var rætt um starfið á komandi vetri og urðu um það langar umræð- un Virtust allir hafa hug á því, að notfæra sér að einhverju leyti þær nýjungar í uppeldi og skólamálum, sem hinn nýi tími hefur verið að leiða inn í skólana að undanförnu. í öðru lagi snérust aðaluinræðurnar um hið nýja frumvarp til fræðslulaga, sem fræðslumálanefnd hefur nú lokið við að semja, og afhent fræðslumála- stjórninni. Fyrst flutti formaður fræðslumála- neMdar, Snorri Sigfússon, ýtarlegt er- indi um starf nefndarinnar og frum- varp hennar. Á eftir urðu langar um- ræður, og kom þar fram almenn á- nægja yfir frumvarpinu í heild. Að loknum umræðum kom fram svohljóðandi tillaga, er var samþykkt í einu hljóði: »Fundur í »Félagi barnakennara við Eyjafjörð* er í öllum aðalatriðum samþykkur frumvarpi fræðslumálanefnd- ar og telur það stórkostlega framför, frá núverandi fyrirkomulagi, ef það nær fram að ganga*. Aðrar helztu tillögur, sem samþykkt- ar voru á fundinum, voru þessar: 1. »Fundurinn lætur í ljós ánægju sína yfir kennaranámsskeiðinu í Reykja- vík í vor, og þakkar stjórn »Sambands íslenzkra barnakennarac fyrir ötula forgöngu í því efni«. 2, Fundurinn lítur svo á, að sjálf- sagt sé að halda áfram að gefa út félagsblað S. í. b. og bæta við það ef þörf krefur. Sömuleiðis telur fundurinn sjálfssgt að kennaristéttin haldi áfram að gefa út, eða sjái um að gefið sé út, opin- bert málgagn, annaðhvort sérstakt eða í sambandi við annað rit«. 3. »Fundurinn telur nauðsynlegt að tekinn verði aftur upp í fjárlög utan- fararstyrkur kennara, og ekki minni en hann var í upphafi: 3000,00. Telur fundurinn heppilegt, að úthlutun styrks- ins sé falin nefnd manna, er skipuð sé fræðslumálastjóra, skólastjóra kenn- araskólans og formanni Sambands ís- lenzkra barnakennara, og veiti þeir kennurum leiðbeiningar um utanfarir.c 4. »Fundurinn telur nauðsynlegt að safnað sé skýrslum um skóla og kennsluáhöld á félagssvæðinu, svo fé- lagið geti síðar beitt sér fyrir umbót- um á því sviði, þar sem þeirra er mest þörf. Felur fundurinn einum manni úr félaginu að safna slíkum skýrslum, og leggi hann þær fyrir næsta fund. 5. »Fundurinn telur mjög æskilegt að haldnar séu sýningar á skólavinnu barna á félagssvæðinu í sambandi við fundi félagsins, við og við, og skorar á alla kennara á félagssvæðinu, að taka það mál til athugunar, og reyna að hrinda því í framkvæmd«. Af ýmsum ástæðum gat fundurinn ekki orðið eins fjölsóttur sem oft áð- ur, en var þó hinn ánægjulegasti og spáði góðu um starfið á komandi vetri. H. J. M. Nýjar Ijóiabœkiir. Sigfús Elíasson: Urðir, Útgefendur: Þrír Vest- firðingar. Þetta er allstór Ijóðabók, um 2Ö0 blaðsíður. Höfundurinn er handiönarmaður á Akureyri, vest- firzkur að ætt og áður dálítið kunnur af einstökum kvæðum, sem hann hefir birt í blöðunum. Nafnið á bókinni kemur undar- lega fyrir, en ef til vill geta menn fengið nokkra skýringu þess í fyrstu vísunni, sem er á þessa leið: Einn eg fór með fjöllum fram um urð og klungur; saknandi föðurfylgdar — fágæta átti eg móður. — Einveran var mér yndi, urðirnar vel mér skýldu, naut eg þar bezta næðis, numdi þar dýrmæt fræði. Skáldið finnur skjól og næði i urðunum, þ. e. í yrkisefnum kvæða sinna. Hann mun yrkja sér >:til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar«. Þar með er ekki 'sagt, að hann geti ekki not- ið bæði lofs og frægðar fyrir kveðskap sinn. En um Ijóðabók þessa er það að segja, að hún er sama marki brennd og flestar aðrar systur hennar að því leyti, að kvæðin eru misjöfn að gæðum og má þar um segja: »Sumt var gaman, sumt var þarft, sumt vér eigi um tölum«. Að ósekju hefði ljóðabók þessi mátt vera nokkru minni, án þess að verið sé bein- línis að átelja stærð hennar. Um þetta verður þó ekki kveðinn upp neinn algildur dómur, og verður hver og einn, sem Ies ljóðin, að gera það upp við sjálfan sig, hvað honum lízt í þessu efni,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.