Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 7

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 7
ÆGIR RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 58. árg. Reykjavík 15. janúar 1965 fimt&bó\tasafw& & Ækureyri Nr. 1 Ctgerð ©g aflabrogð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND Desember 196k- Vestmannaeyjar: Þaðan stunduðu 20 bátar veiðar í mánuðinum; varð af li þeirra alls 383 lestir í 113 sjóferðum og skiptist þannig: 14 bátar m. botnvörpu, afli 252 lestir í 70 róðrum 5 bátar með línu, afli 119 lestir í 39 róðrum 1 bátur með handfæri, afli 12 lestir í 4 róðrum Auk þess réru 6 trillur og öfluðu alls 32 lestir á handfæri. Stokkseyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn: Þaðan var ekkert róið á tímabilinu. Grindavík: Þaðan réru 10 bátar á tíma- bilinu, þar af voru 7 bátar með línu, 1 með botnvörpu og 2 með handfæri. Aflinn varð alls 319 lestir, þar af var línuafli 286 lestir, en afli í troll 20 lestir og afli á handfæri 13 lestir. Sandgerði: Þaðan réru 12 bátar, þar af voru 11 með línu, en 1 með troll. Gæftir voru fremur stirðar og afli yfirleitt rýr. Aflinn á tímabilinu varð 349 lestir í 95 róðrum, þar af var afli í troll 9 lestir í 1 veiðiferð. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Von, með 52 lestir í 11 róðrum. Jón Oddsson, með 43 lestir í 9 róðrum. Keflavík: Þaðan réru 18 bátar með línu, fóru þeir alls 130 róðra á tímabilinu og öfluðu 511 lestir. Tíðarfar var mjög óhag- stætt, einkum síðari hluta mánaðarins. Vogar: Þaðan réru 2 bátar með línu, gæftir voru stirðar og varð aflinn alls 49 lestir í 14 róðrum. Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 10 bátar veiðar á tímabilinu, þar af voru 7 bátar með botnvörpu, 2 með línu og 1 með hand- færi. Aflinn varð alls 211 lestir, þar af veiddust 117 lestir á línu, og 81 í botn- vörpu en 12 á færi. Gæftir voru mjög erfiðar. Reykjavík: Þaðan réru 10 bátar, þar af voru 2 með handfæri, en 8 með línu. Gæftir voru slæmar. Afli var yfirleitt 3 - 6 lestir í róðri hjá línubátum, en afli færabáta var mjög rýr. Aflinn á tímabilinu varð alls um 240 lestir. Akranes: Þaðan réru 7 bátar, þar af voru 6 með línu, en 1 með botnvörpu. Afl- inn.á tímabilinu varð 244 lestir í 59 róðr- um, þar af var afli í botnvörpu 20 lestir í 6 róðrum. Aflahæsti línubátur var m.s. Haföm með 60 lestir í 8 róðrum. Gæftir voru mjög slæmar. Rif: Þaðan réri einn bátur, m.s. Hamar með línu í desember, aflaði hann 96 lestir í 12 róðrum. Ólafsvík: Þaðan réru 2 bátar með línu, fóru þeir 18 róðra og öfluðu 52 lestir. Grundarfjörður: Þaðan var ekkert róið á tímabilinu. Stykkishólmur: Þaðan réru 7 bátar með línu (stærð 11-70 rúmlestir). Aflinn á tímabilinu varð 172 lestir í 39 róðrum, aflahæsti báturinn var Þórnes (70 rúml.) með 52 lestir í 9 róðrum. ss-q sv

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.